Blik - 01.06.1980, Side 54
lags milli Eyjabænda annars vegar
og ríkisvaldsins hins vegar. Bænd-
urnir gátu á það fallizt, að allt land
Heimaeyjar, sem til mála kæmi að
rækta, yrði mælt upp og því skipt
milli bænda og þurrabúðarmanna
til ræktunar samkvæmt tillögum
málsmetandi manna og búlærðra
að vel athuguðu máli.
Þegar þeir samningar voru orðnir
að veruleika, var Pálmi Einarsson,
ráðunautur Búnaðarfélags íslands,
sendur til Eyja til þess að mæla allt
láglendi He' oaeyjar og skipta þar
ræktanlegu U ndi í skákir af vissri
stærð.
Þegar ráðunauturinn hafði lokið
því verki, skrifaði hann greinargerð
um ræktunarmál Eyjamanna,
skiptingu landsins milli jarðabænda
og hinna væntanlegu jarðræktar-
manna annarra, „þurrabúðar-
mannanna“. Greinargerð þessa
kallaði hann „Útmælingu og
ræktun Heimaeyjar“. Þar segir
meðal annars: „Ræktað graslendi á
Heimaey er 108 ha. Á öðru landi á
Heimaey má koma við meira eða
minna gagngerðum jarðræktar-
bótum á 525 ha. Af því landi er
gróið mólendi 264 ha. Hið annað
land er hraun, sandar og melar.
Þá fá þurrabúðarmenn í Vest-
mannaeyjum land samkvæmt sér-
stökum leigusamningum.
Ráðunauturinn endar ritgerð sína
á þessum hvatningarorðum til Vest-
mannaeyinga:
„Vestmannaeyingar! Hjá ykkur
eru nú að alast upp um 690 börn
innan 9 ára aldurs. Með aukinni
mjólkurframleiðslu tryggið þið einn
þáttinn í heilbrigðu uppeldi þeirra.
Þess er vert að minnast, þótt slíkt
geti eigi orðið talið í krónum og
aurum þegar í stað. Ræktun lands-
ins í Vestmannaeyjum er því ekki
eingöngu hagsmunamál einstak-
linga, það er velferðarmál, er
varðar alla hugsandi íbúa Eyjanna.
Gagnvart framtíð þess héraðs er
það mikið verkefni og göfugt, sem
er nauðsyn að hrinda í framkvæmd.
Má og eflaust treysta því, að þeir
sem ráða fyrir almennum bæjar-
málum og svo þeir, sem eru leiðandi
menn í uppeldis- og heilbrigðismál-
um í Eyjum, vilji veita ræktunar-
málinu fylgi sitt og bera það fram til
farsælla lykta.
Reykjavík, 30. maí 1927
Pálmi Einarsson“
Byggingarbréf.
Mér finnst það hæfa að birta hér
afrit af einu byggingarbréfi Eyja-
bænda, sem Bliki barst á sínum
tíma, þegar ég vann að því sem
ákafast að afla gagna til að skrifa
þetta ágrip af búnaðarsögu Vest-
mannaeyja. Glöggur lesandi vegur
og metur ákvæði þessa byggingar-
bréfs, réttindi bónda og skyldur.
Magnús Jónsson umboðsmaður
yfir þjóðjörðum í Vestmannaeyjum
Gjöri kunnugt: að ég byggi Jóni
Péturssyni jörðina Eystra-Þór-
laugargerði í Vestmannaeyjum, sem
fóðrar eina kú og einn hest, auk
52
BLIK