Blik - 01.06.1980, Page 56
5.
Leiguliði skal ætíð og á kostnað
sjálfs sín, halda vel uppi húsum á
jörðinni, bæði að viðum, veggjum
og þaki, og þegar hann fer burt af
jörðinni eða deyr, skal þeim skilað
að lögum, ásamt húsgörðum og
túngörðum, hvernig sem ofanálag
það hefur verið, er hann fékk eða
átti að fá, þá er hann tók við jörð-
inni, og skal hann sjálfur heimta
það á sinn kostnað. Byggi leiguliði
ný hús á jörðinni á sinn kostnað,
má hann ekki rjúfa þau né flytja,
nema umboðsmaður leyfi, og skal
hann fyrst bjóða honum þau til
kaups eftir virðingu þeirri, sem á
þau er sett af óviðriðnum, skyn-
sömum mönnum. Sama er að segja
um heyflutninga af jörðinni, og
skal með hvorttveggja fara eftir
hinum gildandi lögum, sem sé
lögum 12. jan. 1884, 9. og 10. gr.
6.
Finnist brestir á húsum, túni,
túngörðum eða öðru, þegar leigu-
liði flytur sig af jörðinni eða hann
deyr, skal hann eða bú hans og erf-
ingjar bæta þá eftir löglegri virð-
ingu. Skoðunar- og virðingargjörð-
irnar borgi hann að hálfu móts við
þann, sem að jörðinni fer.
7.
Hann skal halda undir jörðina
öllu því, sem henni heyrir til með
réttu, af túni, beitilandi og fugla-
tekju o.s.frv. Reyni nokkur að ná
undan honum einhverju af þessu,
skal hann tafarlaust segja umboðs-
54
manni til, og fer þá eftir lögum 12.
jan. 1884, 12. gr. síðari málsgrein.
8.
Leiguliði má ekki skera meira
húsatorf en þörf gerist, og ekki má
hann skera meira torf en álnarlangt.
9.
Um allan reka fyrir landi jarðar-
innar, hvort sem hann er landfastur
eða ekki, skal hegða sér eftir auglýs-
ingu umboðsmanns um skipti á
rekafjörum og reka í Vestmanna-
eyjum, dagsettri 25. febr. 1896 og
þinglesinni á manntalsþingi s.á.,
þangað til öðruvísi verður fyrir
skipað.
10.
Hann má ekki taka húsmenn eða
lausamenn á jörðina, ekki heldur
leigja eða ljá nokkuð af túni, beiti-
landi eða fuglatekju, nema um-
boðsmaður leyfi. Hann skal haga
sér nákvæmlega eftir samþykkt um
ýmisleg atriði, sem snerta
fuglaveiðar í Vestmannaeyjum, 16.
júlí 1885. Lundi skal friðaður sóla á
milli á virkum dögum, svo og alla
helgidaga. Enga pysju má veiða
nema í Almenningsskeri og fýla-
byggð með samþykki sameignar-
manna (sbr. bréf landshöfðingja
20. nóv. 1889).
11.
Hann skal yfir höfuð vera
umboðsmanni hlýðinn og trúr, og í
öllu breyta eftir landslögum og skip-
unum yfirvalda.
BLIK
1