Blik - 01.06.1980, Síða 58
búnaðar- og jarðræktarmálum,
höfðu vissulega mikil áhrif á hug og
hjarta Eyjamanna til ræktunarmál-
anna og orkuðu á þá til átaka i þess-
um efnum. Jafnframt orkuðu skrif
þeirra á hug og skoðanir bænda og
búafólksins yfirleitt í byggðarlaginu
varðandi það, að eftir yrði gefið og
þurrabúðarfólkinu gefinn kostur á
landi til ræktunar, þrátt fyrir
túlkun og skoðanir bændanna á sér-
réttindaákvæðum byggingarbréf-
anna.
Nú var ekki til setu boðið lengur.
Hinir áhugasömu og dugmiklu
stjórnarmenn Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja tóku nú til óspilltra mál-
anna.
Eftir því sem ég les í rituðu máli
Þorbjörns bónda Guðjónssonar á
Kirkjubæ, fyrsta gjaldkera Bún-
aðarfélagsins og síðan formanns
þess, þá var samningurinn milli
Eyjabænda annars vegar og ríkis-
valdsins hins vegar gjörður með
þeim ákvæðum, að 19 jarðir á
Heimaey voru teknar úr ábúð.
Bændur á þessum jörðum fengu að
halda túnum sínum og fengu að
auki 2 ha. af mólandi til ræktunar
eða beitar. Svo fengu þeir að auki
lækkuð afgjöld, svo að nam tölu-
verðum hluta hins eiginlega samn-
ingsbundna afgjalds eða 15%.
Alls skyldu svo að auki 29 jarðir í
Eyjum fá 7 ha. lands af sæmilega
ræktanlegu landi, og voru tún
þeirra falin í því flatarmáli. Að auki
skyldu svo þessar 29 jarðir fá 2 ha.
af grýttu og gróðurlitlu landi.
Þvi ræktanlega landi á Heimaey,
sem þá var eftir óskipt, þegar
bændum höfðu verið mældar út
þessar skákir, var skipt i 2 ha.
skákir eða þar um bil, og skyldi svo
þurrabúðarmönnum gefinn kostur
á að fá þær til ræktunar.
Ekki leið á löngu þar til Búnaðar-
félag Vestmannaeyja taldi nálega
100 félagsmenn, sem þegar höfðu
fengið land til ræktunar, flestir
a.m.k. Og nú var tekið til hendinni
svo að um munaði í ræktunarfram-
kvæmdum Eyjamanna.
Á þessu tímaskeiði í útgerðarsögu
Vestmannaeyja var það algengast,
að mikill hluti Eyjabáta var ekki
gerður út að sumrinu. Þá lágu bátar
Eyjamanna við ból sín á höfninni
eða stóðu í dráttarbraut. Eyja-
mönnum sjálfum gafst þá tóm til að
stunda jarðræktarstörfin og það
gerðu þeir af áhuga og ötulleik, svo
að árangurinn leyndist ekki og bar
bráðlega ríkulegan ávöxt.
B.V. gengur í Búnaðarsamband
Suðurlands
Árið 1908 stofnuðu búnaðarfélög
bænda á suður- og suðvesturlandi
með sér samband, sem hlaut nafnið
Búnaðarsamband Suðurlands. Til-
gangur þessara búnaðarfélagasam-
taka var m.a. sá, að stuðla að auk-
inni fræðslu meðal bænda í jarð-
ræktar- og búnaðarmálum og svo
búpeningsrækt, auðvelda kaup
þeirra á margskonar jarðræktará-
höldum og stærri tækjum, svo sem
plógum, sláttuvélum, herfum og
56
BLIK