Blik - 01.06.1980, Page 60
verði og veitti drengilega aðstoð
sína til þess að útvega þessi lán og
styrki. Sú aðstoð var einstaklingun-
um mikil hvatning. í fjárþröng
sinni á kreppuárum notuðu jarð-
ræktarmenn æði oft þessa styrki til
kaupa á nauðsynlegum verkfærum
til þess að geta haldið fram með og
aukið jarðræktina til stuðnings og
aukinna fæðufanga heimili sínu.
Þá festi stjórn Búnaðarfélags
Vestmannaeyja sjálf kaup á ýmsum
stærri jarðyrkjuverkfærum, svo
sem plógum, herfum og völturum.
Einnig festi hún kaup á smærri
verkfærum, handverkfærum
margskonar, sem félagsmenn
keyptu síðan af Búnaðarfélaginu
eða fengu Iánuð um stundarsakir
sér til vinnuléttis.
Búnaðarfélagsstjórnin keypti
forardælur, sem hún lánaði félags-
mönnum til þess að dæla upp
áburðarlegi úr safnþrónum. Þær
voru fluttar milli manna allt vorið.
Þær léttu vissulega öll þessi störf,
— gerðu mönnum auðveldara að
dreifa áburðarleginum á túnin og í
garðana.
Ráðnir búfræðingar til starfa.
Þegar í upphafi ræktunartímabils-
ins sá búnaðarfélagsstjórnin mikla
nauðsyn þess að fá vana jarðrækt-
armenn til Eyja með stórvirk ný-
tízkutæki til þess að vinna fyrir fé-
lagsmenn og kennna þeim að nota
verkfæri, ef þeir æsktu þess. Hér
naut Búnaðarfélag Vestmannaeyja
aðstoðar Búnaðarsambands Suður-
lands.
Haustið 1926 réð Búnaðarsam-
band Suðurlands til Eyja Ingimund
Jónsson, búfræðing frá Hala í
Holtum, síðar bónda þar, til þess að
plægja fyrir Eyjamenn. Allur þorri
þeirra hafði þá ekki séð plóg áður
eða séð unnið með honum. Búfræð-
ingurinn plægði 3 dagsláttur lands í
Eyjum þetta haust eða um það bil
einn hektara (ha)
Það mun hafa verið veturinn
1928 að stjórn Búnaðarsambands-
ins réð til Eyja jarðyrkjumann með
dráttarvél. Hann hét Ásmundur
Guðmundsson. Þann vetur tætti
hann 8-9 ha. lands fyrir Eyjamenn.
Það þótti mikilvægt og markvert
framtak.
Þessi dráttarvélarnotkun í Eyjum
leiddi til þess, að áhugi búnaðarfé-
lagsstjórnarinnar og skilningur á
gildi dráttarvélarinnar vaknaði.
Stefnt skyldi að því að kaupa drátt-
arvél til bæjarins. Það mál var rætt
við búnaðarmálastjóra í Reykjavík
sökum þess, að Búnaðarfélag
íslands réði svokölluðum Vélasjóði,
sem ætlað var að lána fé til
jarðyrkjuvélakaupa. — Þá vantaði
einnig mann til Eyja, sem kynni að
stjórna slíkri vél og vinna með
henni. Búnaðarmálastjóri leysti
drengilega úr þessum vanda Eyja-
manna.
Árið 1928 sendi búnaðarmála-
stjóri til Eyja nýútsprunginn bú-
fræðing frá Bændaskólanum á
Hólum í Hjaltadal. Sá heitir Helgi
58
BLIK