Blik - 01.06.1980, Page 61
Benónýsson frá Draghálsi í Skorra-
dal. Stjórn Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja réði þennan búfræðing
til starfa í Eyjum þá þegar. Hann
vann síðan jarðyrkjustörf fyrir
Eyjamenn næstu 10 árin.
Hann kvæntist vestmannaeyskri
heimasætu og undi yfirleitt vel hag
sínum í Eyjum.
Bráðlega eftir komuna til Eyja og
fastráðninguna þar, gekkst Búnað-
arfélag staðarins í ábyrgð fyrir kr.
2000, oo til handa búfræðingnum til
kaupa á dráttarvél. Stjórn félagsins
vildi heldur ýmissa hluta vegna, að
búfræðingurinn ætti sjálfur drátt-
arvélina en Búnaðarfélagið og
styrkti hann óhikað til kaupanna.
Oft var það bæði fyrr og síðar
búnaðarfélagsstarfinu og jarð-
ræktarmönnum Eyjanna til styrktar
og framdráttar, hversu stjórn-
armennirnir höfðu sjálfir mikið
lánstraust og voru þekktir reiðu-
menn í öllum viðskiptum.
Byggð kartöflugeymsla. Árið 1939
lauk stjórn Búnaðarfélagsins við að
láta byggja kartöflugeymslu til nota
félagsmönnum. Hún var sérstak-
lega ætluð til geymslu á útsæðiskar-
töflum. Hannes Sigurðsson, bóndi
á Brimhólum, þá gjaldkeri Búnað-
arfélagsins, sá um framkvæmd
þessa verks. — Geymslan kostaði
þá um kr. 2000,oo fullgerð til not-
kunar. Hún þótti síðan mikið þarfa-
þing öllum bæjarbúum, sem hana
notuðu, og þeir voru margir. Hún
var byggð í námunda við Brimhóla
og þá falin gjaldkera Búnaðar-
félagsins til umsjónar. Þar voru
lyklavöldin.
Búfræðsla. Brátt eftir að Búnað-
arfélag Vestmannaeyja tók til
starfa, vann stjórn þess að því að
auka fræðslu almennings í garð-
yrkju, túnrækt og fóðrun búfjár. í
þessu starfi naut stjórnin aðstoðar
og hjálpar Búnaðarfélags íslands og
Búnaðarsambands Suðurlands.
Veturinn 1927 sendu þessi búnað-
arsamtök í sameiningu einn af
ráðunautum sínum til Vestmanna-
eyja til þess að fræða bæjarbúa um
garðyrkju. Það var hinn kunni
garðyrkjuráðunautur Ragnar Ás-
geirsson. Þá átti almenningur í
bænum þess kost að hlusta á fyrir-
lestra hans um kartöflurækt, rófna-
rækt og ræktun fleiri garðávaxta.
Þá flutti hann einnig fyrirlestur um
kartöflusýkina, sem þá olli orðið
miklum skaða víða um land. Margir
Eyjamenn hlustuðu á þessa fyrir-
lestra ráðunautsins, enda var garð-
ræktin þá mikilvægur þáttur í
fæðuöflun Eyjafólks.
Árið 1929 var haldið búnaðar-
námskeið I Eyjum. Þá fluttu þar
fyrirlestra um jarðrækt og garð-
rækt ráðunautar Búnaðarfélags
íslands, þeir Pálmi Einarsson og
Ragnar Ásgeirsson. Einnig styrkti
þá Búnaðarfélag íslands Kvenfélag-
ið Líkn í Eyjum til þess að halda
námskeið í matreiðslu grænmetis.
Síðla sumars 1938 heimsóttu
Eyjar tveir landkunnir menn og
BLIK
59