Blik - 01.06.1980, Síða 69
vetur, og allir vita, hversu þægilegt
það er, ekki sízt þegar sóttir ganga.
Ráð mundi það vera að koma upp
sameiginlegu kúagerði fyrir bæinn,
áður en öll lönd eru tekin undir tún
og fiskreiti...“
Höfundur þessara skrifa var
Magnús J. Skaftfells frá Steinsmýri
í Meðallandi, þá lögregluþjónn í
Vestmannaeyjum, síðar bóndi að
Bjarnastöðum á Álftanesi.
í sömu grein ræðir höfundur um
meðferð Eyjamanna á hrossum
sínum. Um hestaeign Eyjabænda
fer hann nokkrum orðum og fellir
harðan dóm yfir meðferðinni á
hrossunum, sem ganga hungruð og
þyrst um bæinn snuðrandi eftir
fóðri og vatni, umhirðulaus og
vesöl, svo að þjáningar þeirra leyna
sér ekki, segir hann.
Eins og ég drap á, þá virðist
þessum greinarhöfundi ekki hafa
verið svarað. Við freistumst til að
draga þá ályktun af því, að orð
hans og aðfinnslur hafi verið sönn
að einhverju eða miklu leyti, —
verið orð að sönnu, sem enginn
hefur treyst sér til að mótmæla. Og
þó er það víst og satt, að þau hafa
ekki verið réttlátur dómur yfir
öllum kúaeigendum Eyjanna, og
fjarri því. Mjög margir kúaeigendur
í Eyjum fóru vel með gripi sína,
höfðu skilning á þörfum þeirra og
lífi og önnuðust þá af natni. Ekki
eiga húsmæðurnar síður þessi orð
mín en bændurnir. Það sá ég sjálfur
og reyndi.
Dýralæknar í Vestmannaeyjum.
Friðrik Benónýsson. Árið 1902
flytjast frá Nupi undir Eyjafjöllum
til Vestmannaeyja hjónin Friðrik
Benónýsson og frú Oddný Bene-
diktsdóttir. Brátt eftir flutninginn
til Eyja snéri Friðrik Benónýsson
sér að sjósókninni þar. Þegar svo
vélbátaútvegurinn hófst í kauptún-
inu, eignaðist Friðrik brátt hlut í
tveim vélbátum og var formaður á
öðrum þeirra. Hann reyndist afla-
maður mikill. En þótt náttúran sé
lamin með lurk, þá leitar hún út um
síðir, segir í þessari rímuðu fullyrð-
ingu íslenzkunnar. Svo reyndist
þetta hjá sjósóknaranum mikla,
Friðrik Benónýssyni, formanni.
Hann var sjálflærður dýralæknir og
hafði mikinn hug á því starfi. Býsna
oft átti það sér stað, að beðið var
eftir því að Friðrik formaður kæmi
að landi, svo að hægt yrði að fá
hann strax af skipsfjöl til þess að
sprauta kú við doða t.d., lina
þjáningar og hindra hættu. Þessi
líknarstörf taldi formaðurinn ekki
eftir sér, hvernig sem ástatt var fyrir
honum og hversu miklar eða brýnar
annir aðrar steðjuðu að og kölluðu
hann til skyldustarfa við útgerðina
og fiskveiðarnar.
Þessar dýralækningar hans hjá
Eyjafólki voru ómetanlegar og
hann stundaði þær áratugum
saman í byggðarlaginu.
En hinn snögga og tíða kúadauða
í Eyjum réð hann ekki við. Til þess
skorti hinn ólærða dýralækni Eyja-
BLIK
67