Blik - 01.06.1980, Page 70
manna vísindalega þekkingu, var
ályktað.
í Eyjum voru árlega 20-30 fjár-
hundar, sem bændur og fleiri áttu
þar. Flest árin reyndust 1-3 hundar
með bandorma. Þetta kom í ljós,
þegar Friðrik formaður og dýra-
læknir hafði gefið þeim inn „areka-
duft“ að boði héraðslæknisins.
Þetta starf innti Friðrik dýralæknir
af hendi í Eyjum áratugum saman
fyrir sýslumanninn og hreppstjór-
ana til öryggis heilsu manna þar. En
hinn snögga og tíða kúadauða í
Eyjum réð hann ekki við, eins og ég
hefi sagt.
Þorvaldur Egilsson. Árið 1937
starfaði að dýralækningum í Eyjum
og rannsóknum á kúadauðanum
þar Þorvaldur Egilsson. Hann réð-
ist þangað að tilhlutan Búnaðar-
sambands Suðurlands. —
Pétur Gunnarsson. Árið 1944
dvaldist í Eyjum Pétur Gunnarsson,
landbúnaðarkandidat og fóður-
fræðingur m.m. til þess að rann-
saka hinn tíða kúadauða þar. Þekk-
ingu sinni skyldi hann beina sér-
staklega að rannsóknum á fóðri
kúnna. Ekki er mér kunnugt um
árangur þeirra rannsókna. En víst
er um það, að þeir atburðir gerðust
framvegis, að kýr lágu dauðar á
bás sínum, þegar að var komið.
Gunnar Hlíðar. Árið 1944 var
lærður dýralæknir fenginn til að
búsetja sig í Eyjum. Jafnframt var
hann þar ráðinn heilbrigðisfulltrúi.
Þessi maður var Gunnar Hlíðar
dýralæknir Sigurðsson Hlíðars yfir-
dýralæknis.
Hann dvaldist við dýralækningar
í Eyjum 8 ár og annaðist öll þau
störf á því sviði, sem Friðrik heitinn
Benónýsson hafði áður innt af
hendi af stakri alúð, en hann féll
frá árið 1943 hálfníræður að aldri.
Bjarni Bjarnason. Þegar Gunnar
Hlíðar hvarf burt úr Eyjum, tók
Bjarni Bjarnason, gamalkunnur
Eyjabúi, til að reyna eftir megni að
fylla skarð hans við dýralækninga-
starfið. Fór honum það þegar vel úr
hendi, þó að ólærður væri á því
sviði. Brátt sótti hann námskeið hjá
dýralæknunum Jóni Pálssyni og
Ásgeiri Einarssyni. Bjarni Bjarna-
son var síðan starfandi dýralæknir í
Eyjum til ársins 1973 að eldgosið
dundi yfir og allur búskapur Eyja-
fólks varð að engu.
Stjórnarmenn Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja á árunum 1924-1973.
Áður en lengra er haldið þykir
mér við hæfi að birta hér nöfn
þeirra manna sem völdust til for-
ustu í ræktunar- og landbúnaðar-
málum Eyjamanna í heild á árunum
1924-1973, eða 49 árin, sem Bún-
aðarfélag Vestmannaeyja var starf-
andi og mest framtak átti sér stað í
ræktunar- og mjólkurframleiðslu-
málum Vestmannaeyinga.
Guðmundur Sigurðsson verk-
stjóri, Heiðardal (nr. 2) við Há-
steinsveg, formaður Búnaðarfélags
Vestmannaeyja 1924-1934; með-
stjórnandi 1935-1938 og 1943-1944.
68
BLIK