Blik - 01.06.1980, Page 84
Tíunda- og framtalssvik.
Indriði Einarsson, skrifstofu-
stjóri og skáld, var aðstoðarmaður
landfógeta í endurskoðun reikninga
landsins frá 1879 - 1904. Hann lét
hafa eftir sér á prenti þessi orð um
búnaðarskýrslur landsmanna á ár-
unum 1882 - 1884:
„Ég hefi þá skoðun, að tíunda-og
framtalssvik eigi sér ekki svo mjög
stað hér á landi, þegar um nautgripi
er að tala, nema þegar telja skal
fram ungviði.............Það er
alkunna, að hér á landi eru allvíða
mikil tíundasvik, sem einkum munu
koma niður á sauðfjárframtalinu,
nokkuð á hrossum, en eftir því sem
ég ímynda mér minnst, þegar
nautgripir eru taldir fram... Hér á
landi segir hver til hjá sér, án þess
að litið sé eftir, hvort hann segir
satt. Það er þannig alveg víst, að
fjártalan bæði fyrrum og nú er
töluvert hærri í rauninni en skýrsl-
urnar segja til.“..
Eftirfarandi umsögn fylgir bún-
aðaraskýrslum 1890 - 1891:
„Það er ástæða til að álíta, að
skýrslurnar um nautpening séu
einna áreiðanlegastar, með því að
flestum hreppstjórum mun vera
nokkurn veginn kunnugt um kúabú
hreppsmanna sinna...... Hvorugt
árið (1889 og 1891) munu öll kurl
koma til grafar, og það er líka
naumast von, þar sem eigi er gjörð
frekari gangskör en nú er gjörð að
eftirliti með því, að allt sé talið
fram.... að tíundarsvik munu miklu
almennari í Suðuramtinu en hinum
ömtunum, og fyrir því verða töl-
urnar í búnaðarskýrslunum, sér-
staklega í þessu amti (Suðuramtinu)
lægri en þær ættu að vera.“
|f w W S*
'O M
'm
mmm
■'-o
f
smm?
c©
&
Réttin á Eiðinu
82
BLIK