Blik - 01.06.1980, Page 93
Deilt og þjarkað um mjólkurverð
Eins og skráin hér í skrifum
þessum um búpening Eyjamanna
ber með sér, þá fór kúafjöldi þeirra
minnkandi ár frá ári á árabilinu
1941 - 1947. Ástæðurnar fyrir þess-
ari rýrnun mjólkurframleiðslunnar
í byggðarlaginu voru aðallega tvær,
og hefi ég lauslega getið um þær:
Aukin atvinna á styrjaldarárunum
við öflun fisks og fisksölu með
miklum fisk-útflutningi og stór-
hækkuðu fiskverði og þar með
auknum tekjum almennings annars
vegar og lágu mjólkurverði hins-
vegar, sem haldið var niðri af sér-
stökum verðlagsvöldum, sem ekki
virtust gera sér hina minnstu grein
fyrir kostnaðaraukanum mikla við
að framleiða mjólk í Vestmanna-
eyjum.
í janúar 1941 stofnuðu mjólkur-
framleiðendur í Eyjum með sér
samtök til þess að gæta hagsmuna
sinna og fá viðunandi verð fyrir
mjólk sína, sem seld var bæjarbú-
um. Þessi hagsmunasamtök mjólk-
urframleiðenda kusu sér baráttu-
nefnd, sem þeir kölluðu Mjólkur-
verðlagsnefnd Vestmannaeyjakaup-
staðar. Formaður þeirrar nefndar
var kjörinn Þorbjörn bóndi
Guðjónsson á Kirkjubæ. Hann rak
annað stærsta kúabú í Eyjum þá og
var sá einstaklingurinn, sem mestar
jarðabætur og ræktunarfram-
kvæmdir hafði innt af hendi í
byggðarlaginu á undanförnum
árum.
Við upphaf styrjaldarinnar var
söluverð mjólkurlítrans 40 aurar.
Árið 1940 var söluverðið 48 aurar.
Veturinn 1941 hækkuðu samtök
mjólkurframleiðenda mjólkina í 48
aura lítrann, og svo 65 aura, þegar
leið fram á vorið. í júnímánuði um
sumarið var gerð sú samþykkt að
hækka mjólkurverðið í 75 aura lítr-
ann frá 1. júlí n.k. „með tilliti til
heyverðs, vinnuverðs og verðs á
fóðurmjöli“, eins og segir í fundar-
gjörð mjólkurverðlagsnefndar-
innar.
í september 1942 hafði átt sér
stað gífurleg verðhækkun á öllum
þessum nauðþurftum til mjólkur-
framleiðslunnar. Afréð þá
Mjólkurverðlagsnefndin að hækka
verð á hverjum mjólkurlítra í kr.
1,50. Tekur nefndin það fram í
samþykkt sinni, að þetta verð sé í
fullkomnu samræmi við þá hækkun
kaupgjalds, sem þá hafði átt sér
stað, og svo hækkun á verði heys og
fóðurvara frá fyrra ári, og þá sé
mjólkurverðið í Eyjum í samræmi
við gildandi mjólkurverð í Reykja-
vík.
Þrátt fyrir þessa hækkun á
mjólkurverðinu fór mjólkurfram-
leiðsla Eyjamanna rýrnandi ár frá
ári, svo að til vandræða horfði. Allt
annað var arðvænlegra en mjólkur-
framleiðslan á þessum miklu ólgu-
tímum styrjaldaráranna.
Á fundi sínum 14. janúar 1944
afréðu mjólkurframleiðendur að
hækka mjólkina í kr. 1,70 hvern
lítra. Þann fund sátu 33 mjólkur-
framleiendur og skrifuðu allir undir
BLIK
91