Blik - 01.06.1980, Page 101
þegar hún kom til Eyja, og oft hafði
jafnvel sjór komizt í hana. —
Mjólkurskortur var því mikill, því
að heimaframleiðslan nægði aldrei
og vantaði oft mikið á.
Meðan þessi háttur var á, var
flutningsgjaldi bætt við mjólkur-
verðið, og mun það hafa verið 25 -
30 aurar á lítra...... Mjólkur-
samsalan bar kostnað af flutningi
mjólkurinnar frá Selfossi til
Þorlákshafnar.
Á árinu 1955 féllst Samsalan á að
selja mjólk sama verði í Vest-
mannaeyjum og í Reykjavík. Var
það gert fyrir tilmæli ríkisstjórnar-
innar til lausnar vinnudeilu, sem þá
var í Eyjum. Til skýringar má geta
þess, að Vestmannaeyjar voru ekki
á sölusvæði Mjólkursamsölunnar
samkvæmt lögum.
Á árinu 1954 var keyptur hús-
grunnur að Vestmannabraut 38 og
byggt þar tveggja hæða hús. Var
íbúð verzlunarstjóra á efri hæð, en
mjólkurbúð niðri og nokkurt rými
leigt Sparisjóði Vestmannaeyja til
ársins 1963. Var mjólkurbúðin að
Vestmannabraut opnuð fyrri hluta
árs 1955...
Önnur útsala Mjólkursamsöl-
unnar var byggð að Hólagötu 28 og
opnuð 1958. Þriðja útsalan er nú í
byggingu við Austurveg (Hér er víst
átt við verzlunarhúsið, sem
Mjólkursamsalan var hluthafi í við
Heimagötu, nr. 35 - 37. Þ.Þ.V.)
Á fyrstu árunum, sem Mjólkur-
samsalan rak útsölu sína í Eyjum ,
gekk oft erfiðlega að halda bát í
förum milli Þorlákshafnar og kaup-
staðarins allt árið. En eftir að
Herjólfur hóf fastar ferðir milli
staðanna í ársbyrjun 1960 og svo til
Hornafjarðar aðra hvora viku, þá
gengu þessir mjólkurflutningar
snuðrulaust...“
Þetta voru nokkur söguleg atriði
úr bók Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, sem varða mjólkursölu
hennar í Vestmannaeyjum.
Árið 1953 eða árið áður en
Mjólkursamsalan í Reykjavík hóf
mjólkursölu í Eyjum í eigin búðum,
seldi hún til Eyja 317.084 lítra af
nýmjólk, 5.605 lítra af rjóma og
13.005 kg. af skyri. Síðan var þró-
unin þessi næstu árin:
Sjá næstu bls.
BLIK
99