Blik - 01.06.1980, Page 105
Hjónin í Gröf, (nr. 7) við Urða-
veg í Vestmannaeyjum. Þau voru
Friðrik Gissur Benónýsson, skip-
stjóri og dýralæknir, og k.h. Oddný
Benediktsdóttir. Hún fæddist að
Efri-Grund undir Eyjafjöllum 14.
des. 1864 og lézt 10. apríl 1940.
Foreldrar hennar voru bóndahjónin
Benedikt Magnússon og Elín Stef-
ánsdóttir. Þau bjuggu að Efri-
Grund og eignuðust 17 börn.
Friðrik G. Benónýsson fæddist
að Ormskoti undir Eyjafjöllum 13.
águst 1858. Hann lézt 23. ágúst
1943. — Foreldar hans voru bónda-
hjónin í Ormskoti Benóný Benónýs-
son og Sigríður Ólafsdóttir. —
Benóný afi Friðriks skipstjóra var
sagður franskur strandmaður, sem
stofnaði til þessa barns þarna undir
Eyjafjöllum, meðan hann beið
farar til Reykjavikur eftir strandið
við sanda Suðurstrandar.
Hjónin í Gröf, Friðrik og Oddný,
eignuðust 20 börn. Frúin lá 19
sængurlegur. — Ráðandi einkenni
þeirra hjóna voru athafasemi,
dugnaður, atorka, prúðmennska og
manngæzka. Þau giftust 1886.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau
undir Eyjafjölluum. Þá stundaði
Friðrik sjó á vetrum, ýmist í
Grindavík eða í Vestmannaeyjum.
Árið 1902 fluttust hjónin til Vest-
mannaeyja, þar sem Friðrik stofn-
aði brátt til útgerðar og var for-
maður á opnu skipi fyrstu bú-
skaparárin í Eyjum. — Haustið
1906 eignaðist hann hlut í einum af
fyrstu vélbátunum, sem keyptir
voru til Eyja frá Danmörku. Sá
vélbátur var fyrst gerður út á
vetrarvertíð 1907 og var þá Friðrik
formaður á honum. Síðan var
Friðrik í Gröf vélbátaformaður í
Eyjum næstu áratugina og reyndist
jafnan drjúgur aflamaður.
Um dýralæknisstörf Friðriks
Benónýssonar í Eyjum er getið hér
framar í sögu landbúnaðar Vest-
mannaeyinga.
Heimildir mínar hefi ég frá einu
af börnum hjónanna í Gröf, frú
Fannýju Friðrikssdóttur, Reykja-
vík, og svo víðar að.
Þ.Þ.V.
BLIK
103