Blik - 01.06.1980, Page 112
Hjónaleysin dönsku ræddu þessa
fyrirhuguðu kartöflurækt við Abel
sýslumann. Hann var fulltrúi kon-
ungsvaldsins og réði því, sem hann
vildi í byggðarlaginu, hvað sem
leið orðalagi byggingarbréfa bænda
og samningum. Sýslumaður hvatti
þau eindregið til framtaks í kart-
öfluræktinni. En hængur var á.
Hvar áttu þau að brjóta land til
kartöfluræktar og hvernig yrði Iitið
á þau „landspjöll“ af bændastétt-
inni á Heimaey, sem hafði einkarétt
á öllu landi þar samkvæmt skýlausu
orðalagi byggingarbréfanna?
Sýslumaður lagði á það áherzlu,
að þau veldu sér kartöflulandið sem
næst heimili sínu ýmissa hluta
vegna. Þá yrði auðveldara að vakta
garðana og hindra skaða sökum
meinbægni og þröngsýni samfélags-
ins þarna í kauptúninu.
Þegar sýslumaður tók að hug-
leiða þessa beiðni húsfreyjunnar í
Frydendal nánar, tók hann að ráma
í það, að einhvers staðar í fórum
hans lægi tilskipan frá kónginum
varðandi jarðeplarækt á íslandi. Og
þessa tilskipan fann hann. Hún var
dagsett ) 3. maí 1776 eða 20 árum
eftir að konungur hafði sæmt séra
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal
gullverðlaunum fyrir brautryðj-
endastarfið merka og mikilvæga í
garðræktinni á prestssetrinu, og þá
ekki sízt fyrir kartöfluræktina.
í tilskipan þessari frá 1776 bauð
konungur verðlaun þeim íslending-
um, sem tækju upp kartöflurækt
landsmönnum til mjög þarflegrar
eftirbreytni. Landsmenn höfðu
yfirleitt daufheyrzt við boði þessu.
Nú vildi danska húsfreyjan í
Frydendal og „Höndlunarþjónn-
inn“ hennar ryðja markverðar
brautir í byggðarlaginu. Og það
gerðu þau.
Haustið 1850 báðu þau skipherra
verzlunarskipsins, sem komið hafði
með vörur til Godthaabsverzlunar
þá um sumarið, að festa fyrir sig
kaup á nokkrum pokum af útsæðis-
kartöflum næsta vor og koma með
þá heim til Vestmannaeyja með
verzlunarvörunum. Skipherrann
hét þeim því og hélt loforð sitt.
Vorið 1851 var tekið að „brjóta
jörð“ og pæla til þess að koma út-
sæðinu í jörðina, þó að liðið væri
langt á vorið sökum þess, hve seint
verzlunarskipið var á ferðinni eins
og venjulega.
Um veturinn hafði frúin í
Frydendal látið rífa upp grjót úr
garðstæðinu og hlaða úr því varnar-
garða.
Landbrot húsfreyjunnar dönsku í
Frydendal vöktu þegar athygli
bændastéttarinnar í byggðarlaginu
og reyndar fólksins alls, og
kærumálin dundu yfir. Sýslumaður
tók við þessum kærum og stakk
þeim undir stól. Hann brosti
góðlátlega og gaf fjandanum sitt.
Fólkið skildi ekki sinn vitjunartíma
í þessum efnum, hugsaði danski
sýslumaðurinn, þó að það byggi við
sult og seyru árlega og ætti þó
frjómilda jörð til nota og nytja. Og
húsfreyjan danska í Frydendal fékk
110
BLIK