Blik - 01.06.1980, Síða 113
dágóða kartöfluuppskeru haustið
1851. En fyrir þetta framtak sitt
hafði hún orðið að þola skútyrði
fólks og brigzlyrði, skammir og
skæting
Árið 1853 gerðist danskur maður
að nafni Andreas August von Kohl
sýslumaður í Vestmannaeyjum.
Hann var liðsforingi úr danska
hernum. Kapten Kohl, eins og hann
var jafnan nefndur í daglegu tali
Eyjamanna, reyndist alveg einstak-
ur maður að viti og vilja. Honum
ofbauð óménningin og ræfildómur-
inn, sem þá lá í landi í Vestmanna-
eyjum með ungum sem gömlum. —
Hvað var til ráða? Hér giltu engin
vettlingatök.
Að vel athuguðu máli stofnaði
sýslumaður þessi herfylkingu í
byggðarlaginu, eins og hann kallaði
þennan hóp sinn af eldri og yngri
Eyjaskeggjum. Það var einskonar
herskóli, sem hann kallaði Herfylk-
ingu Vestmannaeyja. Það varð
ungum sem eldri mikið metnaðar-
mál að skipa sér þar í fylkingu. Þeir
voru einskonar „dátar“ og báru
vopn. Algjört bindindi var fyrsta
skilyrði þess að fá að vera þátttak-
andi í Herfylkingunni. Þannig hafði
þessi starfsemi menningarlegt gildi.
Og áhrif þessa starfs hins danska
sýslumanns til bættra mannasiða og
menningar í byggðarlaginu og
mennilegs framtaks lét ekki á sér
standa.
Kapten Kohl ásetti sér m.a. að
láta félagsfólk Herfylkingarinnar
styðja í orði og verki garðyrkjuhug-
sjónir frúarinnar í Frydendal og
sambýlismanns hennar. Margir
fóru þá brátt að þeirra dæmi, svo
að kartöflurækt Eyjamanna tók
brátt allmiklum vexti. Ekki dró það
úr áhuga og velvild þessa danska
sýslumanns til garðyrkjuhugsjónar
frúarinnar í Frydendal, að elskhugi
hennar, C. W. Roed, var trumbu-
slagari Herfylkingarinnar og reynd-
ist snillingur í því starfi.
Árið 1853 eru garðlönd Eyja-
manna orðin það áberandi í byggð-
arlaginu, að hreppstjórunum finnst
taka því að mæla þau og færa stærð
þeirra inn á skýrslur sínar til réttra
aðila. Þá nema garðlönd Eyjafólks
1749 ferföðmum, eins og það var
mælt þá, eða 6202 fermetrum.
Næstu ár fara þessi garðlönd
stækkandi (sjá skýrslu á bls. 88)
og kartöfluuppskeran vaxandi ár
frá ári, þó að uppskerumagnið sé
ekki finnanlegt í opinberum skrám
fyrr en árið 1885.
„Landmenn“, bændur og búalið-
ar úr sveitum Suðurlandsins, sem
lágu við í Vestmannaeyjum á hverri
vetrarvertíð og stunduðu þar fisk-
veiðar, kynntust garðrækt Fryden-
dalshjónanna af afspurn. Um hana
var talað og frá henni sagt í kaup-
túninu. Sumir þessara sunnlenzku
bænda voru framtaksmenn miklir
og hleypidómalausir. Skyldu ekki
búnaðarskýrslur bera þess vitni, að
þeir hófu kartöflurækt á jörðum
sínum að dæmi dönsku brautryðj-
endanna í Vestmannaeyjum?
BLIK
111