Blik - 01.06.1980, Page 118
ELÍN GUÐFINNSDÓTTIR
Minningar frá námsárum mínum í
Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum
fyrir 30 árum.
(Þessa grein hefur frú Elín Guð-
finnsdóttir húsfreyja í Unnarholti í
Hrunamannahreppi sent Bliki til
birtingar. Hún stundaði nám í
Gagnfræðaskólanum í Vestmanna-
eyjum á árunum 1949-1952 og lauk
þá miðskólaprófi með mjög góðri
1. einkunn. Við þökkum Elínu hús-
freyju fyrir greinina og þá einnig
fyrir myndina, sem hér birtist, þar
sem námsmeyjarnar, bekkjarsystur
hennar eru klæddar hinum þjóðlega
búningi, og leyfðu þær bekkjar-
bræðrum sínum að vera með á
myndinni. Þá voru þær hið afger-
andi og sterka afl í samfélaginu.
Þökk og heill sé þeim
öllum. Þ.Þ.V.)
Haustið 1949 hófst merkis áfangi
í lífi mínu. Þá hóf ég nám í Gagn-
fræðaskólanum í Vestmannaeyjum.
Eftir mikið þóf höfðum við fjórar
bekkjarsystur í barnaskólanum í
kaupstaðnum fengið leyfi til að
taka fullnaðarpróf ári fyrr. Og þá
með því skilyrði að ganga a.m.k.
einn vetur í Gagnfræðaskólann. —
Þetta tókst mjög vel. Við vorum
allar með þeim hæstu í vorprófinu.
Þetta varð því mikil breyting, —
nýr skóli, nýir kennarar og ný
bekkjarsystkini.
Kennararnir voru aðeins þrír
fyrsta veturinn; allir góðir hver á
sinn hátt:
Þorsteinn skólastjóri, mikill
mælskumaður og húmoristi, kenn-
ari af guðs náð.
Sigurður Finnsson, strangur og
rólegur, svo að aldrei missti hann
stjórn á sér, hvað sem á gekk.
Einar Haukur, algjör andstæða
hans, gat helzt aldrei setið kyrr en
gáfaður vel og allt of góður við
okkur til þess að geta haldið góðum
aga.
Þorsteinn er minnisstæðastur
sem íslenzkukennari. Augljós ást
hans og aðdáun á móðurmálinu
hreif mann með, svo að við gátum
ekki annað en lært. Einnig kenndi
hann náttúrufræði af sömu innlif-
un. Oft gekk hann um gólf og
spjallaði og skýrði út námsefnið. —
Það var í náttúrufræði. Anton ves-
lingurinn var eitthvað ókyrr í
bekknum og tók þess vegna ekki vel
eftir. Þarna snérist skólastjóri allt í
einu á hæl með grallarasvip og
sagði: „Anton, hvaða munur er á
loppu og hönd?“ Og veslings piltur-
inn hann Anton varð svo hvumsa,
að allt stóð í honum, en kyrr sat
hann og rólegur, það sem eftir var
tímans.
116
BLIK