Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 121
Nemendur 1. bekkjar Gagnfrœðaskólans í Vestmannaeyjum veturinn 1949
- 1950. Vestmannaeyskar blómarósir með bekkjarbrœðrum sínum og
„skjólstœðingum “. Nöfn bekkjarbræðranna frá vinstri: Hörður Runólfs-
son frá Brœðratungu, Trausti Þorsteinsson frá Eystri- Vesturhúsum, Bjarni
Ól. Björnsson frá Bólstaðarhlíð, Ólafur V. Valdimarsson frá Ofanleiti,
Sigurgeir P. Scheving frá Hjalla við Vestmannabraut, Guðjón Þ. Ólafsson
frá Gíslholti og Jósep Guðmundsson frá Norðfirði. Blómarósirnar fjórar í
miðröð: Ragnheiður Magný Kristinsdóttir, ballettmær, frá Garðabæ,
Sigríður Ólafsdóttir, Skólavegi 23 í Vm., Guðrún Steinsdóttir frá Múla,
Kristín Björg Jónsdóttir frá Sólvangi. Fremsta röð frá v.: Halldóra
Ármannsdóttir, Hásteinsvegi 18, Guðrún Lísa Óskarsdóttir, Sólhlíð 6, Elín
S. Guðfinnsdóttir, Kirkjuhól við Skólaveg, Gunnhildur Bjarnadóttir frá
Breiðholti, Edda Sveinsdóttir, Heiðarvegi 11, Gunnhildur Helgadóttir frá
Staðarhóli og Guðbjörg Hallvarðsdóttir frá Pétursborg.
varð æðislegur bardagi, strákar á
móti stelpum. Og mátti þá ekki á
milli sjá, hver hópurinn hefði betur.
Gott ef veikara kynið varð ekki
yfirsterkara þar. Allir skemmtu sér
a.m.k. innilega. Og grun hefi ég
um, að Þorsteinn hafi þó skemmt
sér bezt, en hann horfði á og eggj-
aði liðin.
Um þessar mundir var Þorsteinn
mjög önnum kafinn. Hann var full-
trúi í bæjarstjórn. Svo var hann
sparisjóðsstjóri auk þes að vera
skólastjóri. Stundum kom það fyrir
að hann gleymdi sér og fór heim,
þegar hann átti að kenna okkur. Ef
honum seinkaði eitthvað í tíma, sát-
um við eins og mýs undir fjalaketti
og biðum með eftirvæntingu, hvort
hann mundi nú ekki gleyma sér og
við þá fá frí í þeim tíma. Einu sinni
Frh. á bls. 125
BLIK
119