Blik - 01.06.1980, Page 125
SIGURÐUR MAGNÚSSON FRÁ SÓLVANGI:
Tvær rímur.
(Sigurður Magnússon fyrrv.
verkstjóri frá Sólvangi í Eyjum er
hagyrðingur góður eins og faðir
hans var, og e.t.v. skáld eins og
hann.
Magnús faðir Sigurðar var for-
maður á vélbátnum Pip VE 1, sem
hann átti að 'A. Með honum réri
kunnur sjómaður í Eyjum, Ingvar
Jónsson frá Mandal við Njarðar-
stíg. Hann þótti traustur maður og
kappi mikill, þegar svo bar undir,
en átti það til að vera all-sérkenni-
legur í háttum stundum. Sigurður
Magnússon frá Sólvangi réri með
föður sínum á v/þ Pip, þá ungur að
aldri. Þá kynntist hann Ingvari sjó-
manni, sem varð Sigurði eftirminni-
legur, þegar hann eltist og Ingvar
hetja var fallinn frá. Þá varð hann
einskonar þjóðsagnapersóna.
Sigurður hefur ort rímur um
Ingvar sjómann og lyft honum þar
með í æðra veldi, ef svo má að orði
komast. Ingvar heitinn stundaði sjó
á Austfjörðum um eitt skeið. Enn
búa margir í Eyjum, sem muna sjó-
hetju þessa. Þ.Þ.V.)
Ingvars ríma Jónssonar frá Mandal
Til aflafanga lagði lið,
leið frá hlein og sandi.
Fengsæl reyndust fiskimið
fyrir Austurlandi.
Sægarparnir sunnanlands
sóttu á miðin austur.
Síðan býr í minni manns
margur drengur hraustur.
Ingvar Jónsson austur fór,
afls við raunir kenndur.
Yndi hans var úfinn sjór,-
oft í reiðann sendur.
Hafði á engu handaskol,
heljarmennið snjalla,
rómað var hans þrek og þol
þar um fjörðu alla.
Leysti marga þunga þraut
þols af jötunmóði.
Sagaði tré og svæfði naut,
sveðju- á -eggjar glóði.
Þekktu allir hreysti hans,
hörku- og snillitökin.
Afreksmennin austanlands
áttu ei knárri tökin.
Átti byr á ástarbraut,
undi dátt hjá fljóði;
ungra meyja hylli hlaut
heilladrengurinn góði.
BLIK
123