Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 135
mútur eða þá, að ég væri að gera
gys að honum. Ég kímdi breitt. Þar
með lauk þeim sáttafundi. Á leið-
inni heim af honum hló ég hjartan-
lega innra með mér.
Að viku liðinni eða 7. okt. var
mér síðan stefnt fyrir bæjarþingið i
kaupstaðnum. Ég læt það eftir þér
að birta hér stefnu bæjarfógetans í
máli þessu:
„Torfi Jóhannsson bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum gjörir kunnugt:
Mér hefur tjáð frú Aase Sigfús-
son, lyfsali hér í bæ, að hún sé
knúin til að höfða mál fyrir bæjar-
þingi Vestmannaeyjakaupstaðar á
hendur Þorsteini Þ. Víglundssyni,
skólastjóra og ritstjóra Framsókn-
arblaðsins, að neðangreindu tilefni:
í Framsóknarblaðinu 11. tölubl.
17. árgangs, sem út kom 15. sept.
1954 er á 2. bls. grein, sem nefnist
„Bölvaldur“, undirrituð af Þor-
steini Þ. Víglundssyni. í nefndri
grein segir stefnandi að séu mörg
móðgandi og ærumeiðandi ummæli
um hann höfð, m.a. þessi:
1. „Þessi drykkjumannskona
taldi lyfjabúðina, verzlun frú Aase
Sigfússon, sinn mesta heimilisböl-
vald.“
2. „...sprittsala hennar virðist
eiga sér lítil takmörk. Vitað var þá,
að ýmsir drukku sig fulla af spritti
hennar dögum og vikum saman.“
3. „Nú skal teningunum kastað.
Nú hefi ég tekið það ráð, að ræða
þetta bölvað sprittástand frúarinnar
í blaðinu hér. Ég heiti henni því um
leið, að blaðið skal vera henni hang-
andi sverð yfir höfði...“
4. .....ef hún hættir ekki þeim
ósóma að selja eða láta selja
drykkjumönnum lampaspritt eða
aðra áfenga drykki.“
5. „....í lyfjabúðinni virðist
ekkert um annað fengizt en að selja
lampasprittið til þess að seðja
gróðafýsn lyfsalans."
6. „....Sprittsala frúarinnar
hefur mjög oft leitt óumræðilegar
hörmungar yfir æðimargar kynsyst-
ur hennar í þessum bæ og börn
þeirra. Hyggur lyfsalafrúin, að fé
það, sem hún nælir inn á eymd og
volæði annarra, verði henni ham-
ingjugjafi í lífinu? Og ef svo er
ekki, til hvers er þá unnið?“
7. „Ég læt hér staðar numið að
þessu sinni. En það verður aðeins
um stundarsakir, ef frúin heldur
áfram þeim hætti um sprittsöluna,
er hún hefur haft á verzlunarrekstri
sínum um áraskeið."
8. „Fólk, sem gerir sér eymd
annarra að féþúfu, á engan rétt á
því að halda óskemmdu mannorði
sínu.“
Svo er vitnað í landslög, þar sem
stefnandi telur viss ákvæði vera
mannorði sínu og verknaði til
verndar og skjóls. í skjóli þeirra
ákvæða gerir stefnandi þessar dóm-
kröfur:
„1. Að framantilvitnuð orð og
ummmæli verði öll dæmd dauð og
ómerk.
2. Að stefndur verði látinn sæta
viðeigandi refsingu lögum sam-
BLIK
133