Blik - 01.06.1980, Síða 138
stóðu við dyr lyfjabúðarinnar,
þegar hún var opnuð að morgnin-
um, og gengu þar inn. Eftir örlitla
stund komu þeir út aftur með glös í
höndum, og var ég sannfærður um,
að á glösunum var áfengi, enda
storkaði annar drykkjumaðurinn
mér, bindindismanninum, er hann
gekk fram-hjá. Á glasinu sfoð skráð
orðið ,,Mentholspritt“. Það var 100
gr. glas, sem var fullt, og kvaðst
drykkjumaðurinn hafa greitt fyrir
það 16 krónur. — Ótrúlega
skammri stundi síðar voru báðir
þessi menn orðnir mikið ölvaðir á
götum bæjarins.
En þetta er aðeins saga, sem hver
maður, sem kominn er til nokkurs
vits og þroska, veit hér í bæ og segir
þeim næsta.
Vitneskjan um hörmungarnar og
heimilisbölið af völdum þessarar
sprittsölu, brot á áfengislögunum
og reglugerðum, hefur valdið mér
miklum sársauka og miska á undan-
förnum árum sem samúðarríkum
manni með þeim, sem ég veit líða,
— sem eldheitum bindindismanni
og borgara, sem er sérstaklega lög-
hlýðinn og vill láta virða lög og rétt.
Þannig hefi ég orðið að þola, vita
og sjá lífshugsjón mína troðna
undir fótum með lagayfirtroðslum
og reglugerðarbrotum. í beiskju,
sem sprottin er af þessum ástæðum,
er umrædd grein skrifuð. Hins
vegar mótmæli ég því eindregið, að
greinin sé skrifuð af illgirni og
illfýsi, eins og umboðsmaður stefn-
anda lætur sér sæma að halda fram.
Mér er á engan hátt illa við sjálfan
stefnanda, þó að ég harmist yfir
áfengissölu hans.
Þar sem nú stefnandi telur sér
sæmst, þrátt fyrir skýlaus brot á
lögum og reglugerð í starfi, samkv.
ofanrituðu, að krefjast kr.
25.000,oo miskabóta af mér vegna
blaðagreinarinnar, þá mótmæli ég
þeirri kröfu hans gjörsamlega.
Með því að selja áfenga vökva til
neyzlu, hefur stefnandi misboðið
bindindishugsjónum rnínum og til-
finningum um langt skeið og
sterkum og einlægum ásetningi
mínum að halda lög og rétt sjálfur
og þola ekki yfirtroðslur annarra
um gildandi landslög og reglugerð-
ir. Þetta hefur stefnandi gert með
ótilhlýðilegu hátterni um sölu
áfengra drykkja til neyzlu. Ég
krefst því einnig af þeim sökum
algjörrar sýknunar af kröfum stefn-
anda eða umboðsmanns hans um
refsingar á hendur mér í einni eða
annari mynd. Sú krafa mín hefur
siðferðilega stoð í lífsins lögum og
lagastoð í 239. grein almennra
hegningalaga.
Áttunda málsökin hjá stefnanda
á málskjali nr. 3 á ekki fremur við
um hann sjálfan en hvern annan,
sem kynni að gera sér eymd annarra
að féþúfu. Ályktun þessi er því
almenns eðlis. Samkvæmt stjórnar-
skrá ríkisins hefi ég óskoraðan rétt
til að hafa þessa skoðun um þá, sem
yfirleitt gera sér eymd annarra eða
sjúkleika að gróðalind, hvort sem
sú eymd eða sjúkleiki birtist í
136
BLIK