Blik - 01.06.1980, Side 139
drykkjufýsn eða á annan hátt.
Ég endurtek mótmæli mín gegn
öllum kröfum stefnanda og um-
boðsmanns hans á hendur mér um
fjárútlát eða refsingar í annari
mynd fyrir skrif og birtingu um-
ræddrar greinar.
Ég áskil mér og geymi mér óskor-
aðan rétt til að leggja fram síðar í
máli þessu skjöl og skilríki málstað
mínum til sönnunar og leiða vitni í
rétt í sama skyni.
Vestmannaeyjum, 19. okt. 1954
Virðingarfyllst
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Til bæjarþings Vestmannaeyja.
Auðvitað ber þessi vörn mín það
með sér, að hún er ekki samin af
löglærðum manni eða með lög-
fræðing við hlið sér.
Eins og greinargerð hæstaréttar-
lögmannsins ber með sér, þá leggur
hann mikla áherzlu á þau sálarlegu
sárindi, -miska, — sem grein mín
hafi valdið lyfsalanum. Þess vegna
taldi ég það veigamikið atriði í vörn
minni að tjá dómaranum þau sár-
indi, þann sálarlega miska, sem
áfengissala lyfjabúðarinnar hefði
ávallt valdið mér, löghlýðnum og
samúðarríkum bindindismanni,
sem varð að vita af og horfa á þessi
lögbrot framin án allrar tillitssemi
og miskunnar.
Áður en lengra er haldið, þykir
mér rétt að skjóta hér inn dálítið
athyglisverðum atburði. — Eftir að
stefnuvottarnir afhentu konu minni
stefnuna, þar sem mér var stefnt
fyrir bæjarþingið, fann ég, að eitt-
hvað þungt hvíldi á hjarta hennar.
Það lét ég ekki fram hjá mér fara
ihugunar- og afskiptalaust. Hvað
amaði að? Það var þá kvíðinn fyrir
því, að ég yrði dæmdur til að greiða
kr. 25.000,oo i sekt fyrir afskipti
mín af sprittsölu lyfjabúðarinnar.
Þessi upphæð nam þá 8 — 10 mán-
aða launum gagnfræðaskólakenn-
ara. Þessi vanlíðan konu minnar
féll mér þungt, svo að ég var sár.
Við höfðum staðið í húsbyggingar-
framkvæmdum á undanförnum
árum og efnahagurinn var þröngur
þess vegna. Það var heldur engin
furða, þó að hún tortryggði réttar-
farið í bænum í slíkum málum, þar
sem vitað var, að kunnir áfengis-
neytendur áttu þess kost að dæma
bindindismann fyrir árás á áfengis-
saia.
Þegar ég settist við skrifborð mitt
í Sparisjóði Vestmannaeyja þennan
dag, hafði ég aldrei þessu vant litla
eirð í sálu minni og engan hug til
starfa. Ég fann til með konunni
minni.
Dagblað lá þarna á borðinu hjá
mér. Ég tók að glugga í það annars
hugar. — Þarna var m.a. tilkynning
þess efnis, að dregið hafði verið í
happdrættisláni ríkissjóðs og þarna
var vinningaskráin birt. Mér varð
starsýnt á eitt númerið í skránni, nr.
51283. Var þetta ekki númer á einu
happdrættisbréfi okkar hjóna? Ég
stakk vinningaskránni í veskið mitt.
Að loknu verki í Sparisjóðnum
BLIK
137