Blik - 01.06.1980, Side 143
Hér koma þá vottorðin, sem ég
lagði fram. Og síðan var málið lagt í
dóm.
Nr. 10. Lagt fram í bæjarþingi
Vestmannaeyja 25. nóv. 1954.
Ég undirrituð, sem er eiginkona
......hér í bæ, vil fúslega lýsa yfir
því, að drykkjuskapur eiginmanns
míns er mesta heimilisböl okkar.
Umliðið sumar var hann ölvaður
hvern dag samfleytt í 3 vikur. Hann
drakk þá eingöngu suðuspritt
(lampaspritt), sem hann keypti hér í
Lyfjabúðinni.
Þegar þessi yfirlýsing er gefin,
hefur eiginmaður minn hafið ölvun-
arskeið á ný. Er hann nú ölvaður
hvern dag og drekkur einvörðungu
lampaspritt, er hann kaupir í lyfja-
búðinni hér. Venjulega verð ég vör
við, að hann fær allt að fjórum
„skömmtum“ á dag, og nægir það
honum til ölvunar daglangt.
Til þess að hann geti öðlast þetta
áfengi úr lyfjabúðinni hér, neyðist
ég til að afhenda honum daglega 40
krónur frá daglegum nauðþurftum
heimilisins, en við erum sára fátæk
og höfum stundum lifað við skort,
þegar heimilisfaðirinn eyðir tekjun-
um fyrir áfengi, sem næstum ein-
göngu er lampaspritt, sem keypt er í
lyfjabúðinni hér.
Ekkert veldur mér og börnum
okkar meira heimilisböli en það, að
eiginmaður minn skuli geta fengið,
ég held, ótakmarkað lampaspritt
keypt í lyfjabúðinni hér.
Á þennan hátt veldur hún mér
mestu heimilisböli.
Vestmannaeyjum, 6. okt. 1954
(Undirskrift)
Nr. 11 Lagt fram í bæjarþingi
Vestmannaeyja 25. nóv. 1954.
Það er öllum vitað í þessum bæ,
hve mikill drykkjumaður eiginmað-
ur minn........er. Drykkjuskapur
hans er okkar mesta og einasta
heimilisböl. Mestmegnis drekkur
hann brennsluspritt, sem hann
kaupir í lyfjabúðinni hér. Iðulega
kemur hann heim með tvö og þrjú
glös af brennsluspritti, þegar hann
er ölvaður. Hann er stundum dög-
um og vikum saman ölvaður, og
drekkur þá sem sé mestmegnis
brennsluspritt, og eru brennslu-
sprittglösin merkt lyfjabúðinni hér.
Svo langt gengur þetta og sárt er
heimilisböl okkar af völdum þessar-
ar áfengissölu lyfjabúðarinnar hér,
að ég hef neyðzt til að biðja lög-
reglustjórann hér um aðstoð, þegar
áfengisneyzla mannsins míns,
brennslusprittneyzla hans, gerir mér
lífið óbærilegt.
Ég hefi aldrei orðið annars vör,
en að sala brennsluspritts í lyfja-
búðinni hér til hans ætti sér engin
takmörk, enda þótt allir viti, hvílík-
ur drykkjumaður hann er og hversu
óskaplegt heimilisböl stafar af
völdum brennslusprittsneyzlu hans.
Ég óska einskis fremur, en að hætt
verði að selja áfenga vökva í lyfja-
búðinni nema gegn lyfseðli eða á
BLIK
141