Blik - 01.06.1980, Síða 144
annan þann hátt, að drykkjumenn
næðu sem sízt í það til neyzlu.
Vestmannaeyjum, 18. okt. 1954
(Undirskrift
Nr. 12. Lagt fram í bæjarþingi
Vestmannaeyja 25. nóv. 1954.
Drykkjuskapur mannsins míns,
......... hefur í fleiri ár verið
okkar mesta heimilisböl. Á seinni
árum hefur hann stundum verið
undir áhrifum víns eða ölvaður
dögum og jafnvel vikum saman. Þá
hefur hann iðulega drukkið ein-
göngu lampaspritt, sem hann hefur
keypt í lyfjabúðinni hér. Aldrei
virðist mér brennslusprittsala hafa
verið takmörkuð í lyfjabúðinni til
mannsins míns, þegar hann hefur
fýst þess að kaupa það og drekka.
Sú áfengissala lyfjabúðarinnar
hefur valdið mér og börnum mínum
hinu mesta heimilisböli.
Enga ósk á ég innilegri en þá, að
sprittið í lyfjabúðinni verði selt með
þeim hætti, að drykkfeldir menn
geti ekki keypt sér það til neyzlu,
eins og því miður hefur átt sér stað.
Vestmannaeyjum, 15. okt. 1954
(Undirskrift)
Nr. 13. Lagt fram í bæjarþingi
Vestmannaeyja 25. nóv. 1954.
Fyrir nokkrum dögum ók ég á
bifreið minni um bæinn hér með
M.O.......Hann bað mig að nema
staðar fyrir utan lyfjabúðina. Það
gerði ég. Óskaði hann þess þá, að ég
færi fyrir hann inn í búðina og
keypti einn „skammt“ af lampa-
spritti. Ég neitaði því, með því að ég
veit eins og allir vita hér, að þessi
maður er kunnur drykkjumaður, og
ég var viss um, að hann ætlaði að
neyta sprittsins. — M.O. veigraði
sér sjálfur við að fara inn í lyfja-
búðina, því að hann hafði keypt þar
sprittskammt fyrir skammri stundu.
— Þegar ég var ófáanlegur til þess
að kaupa sprittið, fór hann sjálfur
inn í búðina. Að vörmu spori kom
hann aftur út og með glas fullt af
lampaspritti. Var hann hinn
hreyknasti, sagði að sama stúlkan
hefði selt sér skammtinn og fyrir
drykklangri stundu.
Vestmannaeyjum, 16. okt. 1954
(Undirskrift)
Dómur féll í máli þessu sumarið
1955. Þegar ég hafði lesið forsendur
hans, hló ég hjartanlega. Ein fimm
eða sex ummæli mín voru dæmd
„dauð og ómerk“ og „ber að refsa
fyrir þau“, þar sem „ásakanirnar
ganga langt út fyrir takmörk leyfi-
legrar gagnrýni“, segir dómarinn,
fulltrúi bæjarfógetans. Þó var
hvergi eitt einasta orð hrakið af
fullyrðingum mínum. Og svo komu
orð eins og þessi: .....er engan-
veginn réttlætanlegt að telja lyfja-
búðina hinn mesta heimilisböl-
vald... sem er ærumeiðandi
aðdróttun“. — Svo eru talin upp
sex orðasambönd, sem „ber að
ómerkja og refsa fyrir“. Þessu átti
142
BLIK