Blik - 01.06.1980, Síða 146
m.a. hjá verkafólki í bænum, sem
vildi hjálpa mér til að koma upp
Gagnfræðaskólabyggingunni með
því að kjósa Framsóknarflokkinn
og spyrna þannig gegn því, að and-
spyrnuöflin gömlu í bænum næðu
aftur tangarhaldi á valdaaðstöðunni
eftir fjögurra ára stjórn Alþýðu-
flokksins og Sócialistaflokksins,
sem sameinuðust um meiri hlutann í
bæjarstjórninni kjörtímabilið
1946-1950. Þeir bæjarfulltrúar
höfðu reynzt mér einstaklega vel og
hjálpað mér til þess að ná takmarki
mínu í skólamálum bæjarins á
undanförnum árum.
Margt af sama fólkinu, sem veitti
mér stuðning til að ná settu marki í
þróun skólamálanna í bænum,
hafði glaðzt stórlega, er bæjarsjóð-
ur gat fest kaup á tveim togurum til
atvinnuöryggis, en það áttu togara-
kaupin að hafa í för með sér í bæn-
um.
Sárast er það hverjum samvizku-
sömum manni að bregðast öðrum,
valda öðrum vonbrigðum, og þá
ekki sízt þeim, sem allt gott eiga
skilið af hinum sama aðila. Svo var
þetta um mig. Hins vegar olli það
mér miklu hugarangri og sárum
vandræðum, þegar í ljós kom, að
togaraútgerðin malaði niður allan
fjárhag bæjarsjóðs og þá um leið
efnahag bæjarbúa, Vestmannaey-
inga í heild. Þá voru mörg fram-
faramálin komin vel á rekspöl í
kaupstaðnum og nokkur í hvítavoð-
unum, ef svo mætti orða það,
höfðu látið á sér kræla síðasta kjör-
tímabilið. Á ýmsum öðrum sviðum
hafði orðið afturför hjá okkur, t.d.
um þá nauðsyn að tryggja Eyjabú-
um nægilega mjólk eftir afturkipp-
inn mikla í ræktunarmálum Eyja-
manna á stríðsárunum, svo að eitt
sé nefnt.
Þegar „Nýsköpunarstjórnin"
svokallaða afréð að festa kaup á 30
nýjum togurum til landsins eftir
heimsstyrjöldina (1939-1945), sam-
þykkti bæjarstjórn Vestmannaeyja
um miðjan desember 1945 að gera
sitt ítrasta til þess, að tveir af
togurum þessum yrðu keyptir til
Eyja. Vissulega var þetta gjört í
góðri trú og með hallkvæmri
hugsun. Leitað var til fyrirtækja og
einstaklinga í bænum um þátttöku í
hlutafélagi til þess að festa kaup á
togurunum og standa straum af
rekstri þeirra. Meiri hluti bæjar-
stjórnar hallaðist þá fremur að
þeim hætti um rekstur togaranna en
bæjarrekstri.
Þetta reyndist ókleift. Enginn
einstaklingur í kaupstaðnum eða
fyrirtæki vildi leggja fram fé til tog-
arakaupanna. Bæjarsjóður varð því
sjálfur að festa kaup á þeim og
stofna til útgerðar á þeim eða verða
án þeirra ella. — Hvað olli þessum
daufu undirtektum einstaklinga og
félaga í bænum? Við vitum það
ekki, svo að rök séu fyrir því. En
mér kemur í hug vitneskja Eyja-
manna um giftusnauða hlutdeild
Eyjamanna í Draupnisútgerðinni
nafnkunnu og eftirminnileg örlög
hennar.
144
BLIK