Blik - 01.06.1980, Síða 148
gerði út togarana, hvort sem hann
græddi eða tapaði á þeim og hvort
nokkur þörf var á þeim til eflingar
atvinnulífinu. Það skipti engu máli.
Opinber rekstur á þeim virtist
skipta öllu máli, hvað sem öðru
leið. Þessi hugsun var ríkjandi hjá
býsna stórum hóp alþýðufólks í
Eyjum þá.
Og svo hættu Eyjasjómenn sjálfir
að vilja vinna á bæjartogurunum.
Þeir kusu fremur vélbátana. Ein-
hvernveginn voru vélbátarnir þeim
geðfelldari til veiða á Eyjamiðum
og þeim ógeðfelldara að stunda
fjarlæg togaramið. — Nú, engin
ástæða var þá til þess að drepast úr
ráðaleysi. Heill hópur ölvaðra
manna slangraði þá dag og nótt um
Hafnarstrætið í Reykjavík og biðu
eftir hásetastöðu á togurum. Margir
þeirra voru ráðnir á Vestmanna-
eyjatogarana. Þeir voru teknir á
leiðinni á Vesturmiðin, t.d. Hala-
miðin. Útlifaðar mannskræfur. —
„Prinsippmál" samt, að bærinn
gerði út togarana, sögðu vissir
bæjarfulltrúar. Tapið á rekstri
fyrirtækisins var algjört aukaatriði.
í janúar 1950 tók ný bæjarstjórn
við völdum í bænum. Þessa bæjar-
stjórn skipuðu tveir fulltrúar Fram-
sóknarflokksins, sem engan fulltrúa
hafði átt í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja síðasta kjörtímabil, tveir
Sósíalistar og einn Alþýðuflokks-
maður. Þessir fulltrúar tóku sig
saman og mynduðu meiri hluta í
bæjarstjórninni. í minni hlutanum
voru þá fjórir fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins.
Eitt hið fyrsta verkefni hins nýja
meiri hluta í bæjarstjórninni var að
glíma við vanskilaskuldir bæjar-
sjóðs og fjárhagsörðugleikana á
öllum sviðum vegna stórkostlegra
tapa á togararekstinum á undan-
förnum árum. Töpin námu milljón-
um króna. — Hvað var til ráða?
Vissulega þurfti að bjarga bæjar-
félaginu undan bölvun þeirra miklu
„blessunar", sem Bæjarútgerðin
var talin vera fyrstu 2-3 árin eða
lengur, því að ráðandi menn virtust
ekki skilja það ástand, er ríkti orðið
í bæjarfélaginu og hjá bæjarsjóði,
sem ekki gat orðið greitt starfsfólki
sínu laun á réttum tíma.
Auðvitað var það hinn mikli
hallarekstur á togurunum, sem olli
allri þessari ógæfu. En okkur var
mikill vandi á höndum. Enn trúði
fjöldi Eyjafólks á togaraútgerðina
og alla þá blessun, sem það taldi
víst að stafaði af henni. Hvernig á
hinn almenni kjósandi að átta sig á
aðsteðjandi ógæfu í rekstri risa-
fyrirtækis, ef stjórnendur þess gera
það naumast eða ekki.
Þegar leið fram á vorið 1950
impraði ég á því við samstarfsmenn
mína í bæjarstjórn kaupstaðarins,
með hálfum hug þó, hvort ekki
væri rétt að gera tilraun til að selja
annan togarann innan bæjar. Af
ótta við kjósendur okkar og þá and-
stöðu í bæjarstjórn, sem þessi
hugsun mætti þar, var ekki hættu-
laust vegna samvinnu vinstri flokk-
146
BLIK