Blik - 01.06.1980, Síða 150
urnar skírðust nú betur en áður, af
því að andstæðingar meiri hlutans
fluttu tillöguna. Loks samþykkti
bæjarstjórn að fresta máli þessu
með 5 atkvæðum gegn 2.
Síðan var málið svæft og togara-
útgerðin hélt áfram að mala niður
fjárhag bæjarfélagsins í heild. Enn
var þó til stór hópur manna í bæn-
um, hópur „háttvirtra kjósenda",
sem ekki mátti heyra það nefnt að
selja togarana burt úr bænum.
Eignarhald bæjarsjóðs á togurun-
um virtist vera þessum kjósendum
stefna eða trúaratriði eins og for-
ingjunum, sem stóðu með okkur að
meiri hluta bæjarstjórnar. Málið
var því bæði viðkvæmt og hættu-
legt meirihlutanum.
Nú sagði Lúther, sem kunnugt er,
að það væri háskasamlegt að breyta
gegn samvizku sinni. Frá því að ég
las mannkynssöguna í skóla hefi ég
ávallt dáð Martin Lúther fyrir það,
hvernig hann brást við vandanum á
stórkostlegustu örlagastundum í lífi
sínu. Öll lifum við örlagastundir, og
misjafnlega bregðumst við við
þeim. Þá verða viðbrögð æðimargra
þeim sjálfum til vanvirðu og ógæfu,
en annarra þeim sjálfum til hagnað-
ar og halds, orðstírs og sigurs, svo
sem Lúthers á sinum tíma. Hér lúta
hinir smáu eins og hinir háu sömu
lögmálum mannlífsins.
Ég lét kyrrt liggja í togarasölu-
málum bæjarins sumarið 1951, af
því að ég var þá á förum úr bænum
til dvalar erlendis. Ég fékk orlof frá
skólastarfinu veturinn 1951-1952
samkv. fræðslulögum 1946 og við
hjónin dvöldumst í Noregi allan
veturinn. Sá vetur leið í yndi og
starfi við áhugamál mín í Noregi,
þar sem við hjónin ferðuðumst um
landið þvert og endilangt frá Skien í
suðri til Trömsö í norðri. Þarna lán-
aðist mér á ferðalaginu að kynna
land mitt og þjóð með fyrirlestrum
og kvikmynd, sem fræðslumála-
stjóri lánaði mér. Þarna fékk ég
fullnægt ástríðu, sem lengi hafði
sótt á sefann. Við ferðuðumst á
vegum Nordens í Ósló, en svo heitir
samband norrænu félaganna í
Noregi.
Þegar við komum aftur heim
vorið 1952, tók ég að kynna mér á
ný rekstur togaraútgerðarinnar með
öðrum bæjarmálum. Þá ályktaði ég
að tapazt hefði á togaraútgerð
bæjarins 2-3 milljónir króna þenn-
an vetur.
Nú kom ekki til mála að svæfa
samvizku sína lengur. Auðvitað
vissi ég, að Framsóknardeildin í
Eyjum var klofin í þessu máli vegna
afstöðu hins bæjarfulltrúa flokks-
ins, Helga Benediktssonar, sem ekki
gat fallizt á, að togararnir yrðu
seldir burt úr bænum. Ég álasa
honum ekkert fyrir það.
Vorið 1952 námu lausaskuldir
bæjarútgerðarinnar um tveim mill-
jónum króna fyrir utan alla óreiðu
á skuldaskilum eða afborgunum
föstu lánanna.
Þetta skuldadíki og hin látlausu
töp bæjarsjóðs hlutu að valda því,
að algjör stöðvun yrði á öllum meg-
148
BLIK