Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 154
Þessa tillögu Björns bæjarfull-
trúa samþykkti bæjarsjórn Vest-
mannaeyjakaupsaðar með 7 at-
kvæðum samhljóða. Tveir fulltrúar
greiddu ekki atkvæði.
Unnið var að því fram á haust, að
fá fiskvinnslustöðvarnar í bænum
til þess að kaupa í sameiningu
Bæjartogarana og gera þá út, með
því að of lítið var um hráefni hjá
þeim til vinnslu á vissum tímum árs-
ins a.m.k.
Loks létu þeir tilleiðast að senda
bæjarstjórn sameiginlegt tilboð í
togarana. Tilboð þeirra var tekið
fyrir á bæjarstjórnarfundi 13. nóv-
ember (1952). Ekki man ég nú
orðið, hve hátt það var. En á fundi
þessum bar Hrólfur Ingólfsson
fram svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn Vestmannaeyja
samþykkir að hafna framkomnu til-
boði dags. 3. þ.m. frá Vinnslustöð
Vestmannaeyja og Fiskiðjunni h/f
um kaup á togurum Bæjarútgerðar
Vestmannaeyja. Jafnframt sam-
þykkir bæjarstjórn að gera nefnd-
um aðilum gagntilboð."
Svo greinir tillögumaður verð
togaranna beggja. Skyldi söluverð
þeirra vera kr. 11,2 milljónir króna,
og skyldu kaupendur greiða kr. 1,2
millj. við undirskrift samningsins
og taka að sér áhvílandi skuldir kr.
7,9 millj. Afgangurinn skyldi síðan
greiðast á 10 árum með jöfnum
greiðslum og 4% vöxtum.
Vildu ofangreindir aðilar ekki
kaupa skipin, var sú hugmynd
orðuð, að stofnað yrði hlutafélag í
bænum um togarana og ætti þá
kaupstaðurinn helming hlutafjár-
ins.
í bæjarstjórninni urðu miklar og
heitar umræður um þetta mál svo
að gneistaði. — Því var mótmælt,
að Sighvatur Bjarnason, skipstjóri,
útgerðarmaður og bæjarfulltrúi,
hefði rétt til að greiða atkvæði um
gagntilboðið, þar sem hann var einn
af aðaleigendum Vinnslustöðvar-
innar. Sama máli gegndi um Þor-
stein Sigurðsson, bæjarfulltrúa,
sem var einn af þrem eigendum
Fiskiðjunnar h/f.
Forseti bæjarstjórnarinnar, Helgi
Benediktsson, kaupmaður og út-
gerðarmaður, taldi sig ekki eiga
atkvæðisrétt í þessu máli, þar sem
hann ætti sæti í stjórn ísfélags
Vestmannaeyja.
Tillaga Hrólfs bæjarfulltrúa var
síðan borin undir atkvæði og sögðu
Já við nafnakall þessi fulltrúar:
Hrólfur Ingólfsson, Þorsteinn Þ.
Víglundsson, Björn Guðmundsson
og Guðlaugur Gíslason.
Nei sögðu bæjarfulltrúar Sósia-
lista, Þorbjörn bóndi Guðjónsson
og Gísli Þ. Sigurðsson,
Þrír bæjarfulltrúar töldust ekki
hafa atkvæðisrétt samkvæmt fram-
anrituðu.
Þessa menn kaus siðan bæjar-
stjórnin til þess að hafa á hendi sölu
bæjartogaranna: Hrólf Ingólfsson,
Björn Guðmundsson og Þ.Þ.V.
Þessi sölunefnd var samþykkt í
bæjarstjórn með sex atkv. gegn
einu.
152
BLIK