Blik - 01.06.1980, Page 155
Ekki reyndust nein tök á að selja
togarann innan bæjar við sæmilegu
verði.
Nú liðu mánuðir með framhaldi
bæjarins á togaraútgerðinni og
sívaxandi töpum.
Á bæjarstjórnarfundi 12. marz
1953 bar Guðlaugur Gíslason,
bæjarfulltrúi, fram þessa tillögú:
„Legg til, að togarasölunefnd með
skírskotun til meðfylgjandi greinar-
gerðar verði falið að kanna, hvort
möguleikar eru fyrir sölu annars
bæjartogarans utan bæjar og þá
fyrir hvaða verð, þar sem sjáanlega
ekki er möguleiki fyrir sölu innan
bæjar.“
Greinargerð:
„Ég tel, að fjárreiður Bæjarút-
gerðarinnar séu komnar í það öng-
þveiti og þá sjálfheldu, að fyrirsjá-
anlegt er, verði haldið áfram á
sömu braut, að töpin á útgerðinni
muni koma í veg fyrir eðlilega
þróun bæjarfélagsins um ófyrir-
sjáanlegan tíma. Eftir því sem næst
verður komizt munu heildarskuldir
útgerðarinnar hafa numið um 14
milljónum króna við s.l. áramót. Sé
aðeins gert ráð fyrir 500 þúsund
króna reksturshalla hjá útgerðinni á
næstu fjórum árum, verða skuldir
hennar komnar upp í 16 milljónir
króna.
Verðmæti togaranna og þess,
sem þeim fylgir, hefur verið áætlað
í dag um 11 milljónir.
Viðhaldskostnaður skipanna
mun aukast eftir því sem þau eldast,
en verðgildi þeirra rýrna samtímis.
Þannig er það bjartsýni, að gera ráð
fyrir því, að verðmæti þeirra að
fjórum árum liðnum verði meira en
8 milljónir króna. Yrði bæjarfélag-
ið því að þeim tíma liðnum komið í
8 milljón króna skuld vegna
útgerðarinnar umfram hugsanleg
verðmæti hennar. Ég tel líka þessa
fjármálastefnu of glæfralega fyrir
bæjarfélag, sem halda verður á öllu
sínu til þess að fullnægja þeim eðli-
legu kröfum, sem almenningur gerir
til áframhaldandi þróunar bæjar-
félagsins.“
Hér lýkur greinargerð.
Nafnakall fór fram um togarasöl-
una í bæjarstjórninni.
Já sögðu: Magnús Bergsson,
Guðlaugur Gíslason, Björn
Guðmunsson, Hrólfur Ingólfsson,
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Nei sögðu: Helgi Benediktsson,
Þorbjörn Guðjónsson og Sigurjón
Sigurðsson.
Þorsteinn Sigurðsson sat hjá.
Togarasölunefnd vann síðan
sleitulaust að því að útvega kaup-
endur að Bæjartogurunum og
bjarga þannig því, sem bjargað
varð í efnahagsmálum bæjarins,
hvað svo sem hrópum og lastyrðum
leið, brigzlyrðum og bægslagangi
hinna hamrömmu kjósenda og
aðdáenda Bæjarútgerðarinnar.
í byrjun september 1953 hafði út-
gerðarstjórn Hafnarfjarðarkaup-
staðar og bæjarstjórn sett fram við-
unandi tilboð í annan togarann,
Elliðaey.
BLIK
153