Blik - 01.06.1980, Síða 157
skilyrðislaust, — samlaga mig
tiktúrum eða duttlungum framá-
manna og aka seglum eftir vindi eða
hverjum goluþyt í stjórnmálum frá
degi til dags eða ári til árs. Sökum
þessa „afleita“ eiginleika míns,
hafa t.d. Eyjaskeggar alltaf getað
ætlað á það, hvoru megin hryggjar
ég lægi, ef til minna kasta hefur
komið um eitthvert mál.
Þegar hér var komið í togstreit-
unni í togarasölumálinu, létu full-
trúar Sósialista í bæjarstjórn bóka
eftirfarandi yfrlýsingu:
„Fulltrúar Sósialista í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja lýsa yfir því,
að þeir muni að sjálfsögðu viður-
kenna þá staðreynd, að myndazt
hefur nýr meiri hluti í bæjarstjórn-
inni, þar sem er samstarfshópur
Sjálfstæðisflokksins og Þorsteins
Þ. Víglundssonar. Bein afleiðing
þessa liggur þvi fyrir, að sá meiri
hluti, sem til þessa hefur borið
ábyrð á störfum bæjarstjórnarinar,
er ekki lengur fyrir hendi.“
Satt að segja kom þessi bókun
ekki við mig, snart mig ekki. Ég
þekkti svo vel drengskap og mann-
dóm Þorbjörns bónda Guðjónsson-
ar á Kirkjubæ, sem var þarna annar
fulltrúi Sósíalista í bæjarstjórninni,
að hann mundi aldrei bregðast mál-
efnum þeirra, sem við töldum
standa höllum fæti í bæjarfélaginu,
með því að slíta allri samvinnu við
mig í þeim sameiginlegu hugsjóna-
málum okkar. Þá yrði þar með
öllum vinstri öflunum í bæjar-
stjórninni tvistrað, fyrst ég ætti
ekki samleið með þeim í þessum
risavöxnu fjárhagsmálum bæjarfé-
lagsins.
Ýmisleg mikilvæg menningarmál
m.m. dró okkur Þorbjörn bónda
hvorn að öðrum. Um vorið (1953)
höfðum við t.d. flutt saman tillögu í
bæjarstjórn um byggingu safnahúss
í kaupstaðnum. Þetta var okkur
báðum brennandi hugsjónamál. En
ýmsir erfiðleikar steðjuðu að.
Ekkert framtak i byggingarmálum
mátti eiga sér stað í landinu nema
með leyfi hins svokallaða Fjárhags-
ráðs, sem var einskonar alveldis-
nefnd ríkisvaldsins á þeim tímum.
Tillaga okkar Þorbjarnar bónda var
þessi: „Bæjarstjórn samþykkir að
fela bæjarstjóra að sækja um til
Fjárhagsráðs nauðsynleg leyfi til að
mega byggja hús yfir bókasafn,
byggðarsafn og skjalasafn bæjarins
og yrði leyfið miðað við að verkið
gæti hafizt í sumar.“ — Þessa til-
lögu okkar samþykkti bæjarstjórn-
in einróma. En engu fékkst fram-
gengt á þeim einveldisárum guð-
fræðiprófessorsins við Háskóla
íslands, sem var formaður Fjárhags-
ráðs, enda vorum við Þorbjörn ekki
á hægra brjóstinu þar. Það er víst
og satt. Og þá heldur ekki meiri
hluti bæjarstjórnarinnar í Vest-
mannaeyjum, eins og blærinn var
þá á honum En sameiginleg sorg
sameinar sálir. Eitthvað í þá átt var
því varið einnig með okkur Þor-
björn Guðjónsson, bónda og
bæjarfulltrúa.
Við Þorbjörn bóndi áttum þó
BLIK
155