Blik - 01.06.1980, Page 160
— Rætt var um það, hvort vinstri
samvinna gæti tekizt um bæjarmál-
in. í fyrstu var ég því fylgjandi. Nýi
bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
var því fremur mótfallinn. Þarna
vorum við báðir staddir.
„Hvað viljið þið gera við bæjar-
togarann, ef samvinna tækist með
fulltrúum vinstri manna í bæjar-
stjórn?“ spurði ég. „Ætlið þið að
gera hann út áfram eða viljið þið
reyna að selja hann?“ — „Auðvit-
að reynum við að selja dallinn,“
sagði Karl Guðjónsson. „Bæjar-
sjóður hefur ekki efni á að eiga
skipið, og það er engin leið að
stjórna bænum með slíkri afætu á
sér.“
Þarna sat ég agndofa sem steini
lostinn. í kosningabaráttunni fyrir
rúmri viku, hét það glæpur að selja
togarann úr bænum. Það gátu hátt-
virtir kjósendur fallizt á og sýndu
það við atkvæðagreiðsluna. En nú
sagði sami maður það góðverk,
sjálfsagðan hlut til bjargar bæjar-
félaginu. Öðruvísi yrði því ekki
stjórnað, svo að vit og hyggindi
réðu þar ríkjum.
„Við skulum hafa okkur héðan í
brott,“ sagði ég við aðalfulltrúa
flokksins, „ráð þú gjörðunum. Ég
óska ekki að vera við þetta riðinn.“
Aðeins eina kröfu hafði ég á odd-
inum, ef hann stofnaði til samvinnu
við Sjálfstæðisflokkinn í bæjar-
stjórninni: Að byggt yrði stórt og
veglegt safnahús í bænum, þar sem
bókasafn kaupstaðarins og
Byggðarsafnið fengju inni.
Samningar tókust um þetta allt
við Sjálfstæðisflokkinn og Guð-
laugur Gíslason var ráðinn bæjar-
stjóri. Gjörðir voru skriflegir samn-
ingar um það helzta sem gjöra
skyldi til framfara og menningar í
bæjarfélaginu á kjörtímabilinu.
Svo liðu 15 ár. Þá hófust loks
framkvæmdir við byggingu safna-
hússins í kaupstaðnum. Þá hafði
tekizt vinstri samvinna á ný innan
bæjarstjórnar Vestmannaeyjakaup-
staðar.
Það féll einnig í minn hlut að
leggja til atkvæði í bæjarstjórn
kaupstaðarins um sölu á bæjartog-
aranum Vilborgu Herjólfsdóttur
(áður hét togarinn Bjarnarey). Sú
sala var samþykkt í bæjarstjórninni
með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúi
Alþýðuflokksins fylgdi þar hinum
tveim fulltrúum Sósialistanna, en
Hrólfur Ingólfsson sat hjá. Hann
taldist þá fulltrúi Þjóðvarnar-
flokksins.
Allra hluta vegna þótti heppileg-
ast, að ég sæti bæjarstjórnarfund-
inn, þar sem lögð var síðasta hönd
að sölu seinni togarans úr bænum.
Ég var „ataður“ hvort eð var og
jafn sannfærður og nokkru sinni
fyrr, að salan væri mesta og bezta
bjargræði bæjarfélagsins úr því sem
komið var. Söluverðið var 4-5 mill-
jónir króna með veiðarfærum.
Kaupstaðir á Norðurlandi keyptu
togarann. Það gerðist í árslokin
1954. Þá námu útgerðartöpin sam-
tals yfir 14 milljónum króna og
hafði bæjarsjóður Vestmannaeyja
158
BLIK