Blik - 01.06.1980, Síða 166
nýja fyrirtækis og svo fékk það þar
jafnframt lán til byggingar á verzl-
unarhúsi, sem brátt var hafin bygg-
ing á. Þeir peningar höfðu ekki
verið til, þegar hin kaupfélögin,
sem fyrir voru í kaupstaðnum,
beiddust þeirra. Þannig lék allt í
lyndi fyrir þessu nýstofnaða kaup-
félagi fyrsta árið.
Eftir um það bil 16 mánaða
rekstur var Kaupfélag Eyjabúa gert
gjaldþrota. Þá rak fólk upp stór
augu. Hvað hafði gerzt í rekstri
þessa samvinnufélags Flokksins?
Það fékk enginn að vita. En gár-
unga áttum við Eyjabúar þá eins og
fyrr og síðar. Þeir voru ekki í nein-
um vandræðum með að finna rökin
eða ástæðurnar. Misskilningur olli
þarna mestu um, sögðu þeir. Álagn-
ingin hafði í ógáti verið dregin frá
innkaupsverðinu í stað þess að bæta
henni við það. Ekki er því að neita,
að viðskiptavinirnir drógust að
þessu lága vöruverði. En botninn
hvarf suður í Borgarfjörð áður en
16 mánuðir voru liðnir frá stofnun
fyrirtækisins. Þar með lauk því
framtaki einstaklinganna innan
kaupmannaflokksins í bænum.
Við vísum til greinarinnar um
Kaupfélag verkamanna í Bliki 1978
varðandi sölu Útvegsbankans á hús-
tóft Kaupfélags Eyjabúa.
9. Neytendafélag Vestmannaeyja.
Eftir að Kaupfélag Eyjabúa var
gert gjaldþrota, tóku ýmsir Sjálf-
stæðismenn i Vestmannaeyjabyggð
að brjóta heilann um það, hvað
gera skyldi í þessum viðskipta -og
verzlunarmálum almenningi í
Flokknum til hagsældar. Ekki varð
við það unað, að „hinir stjórnmála-
flokkarnir“ í bænum rækju verzl-
unarfyrirtæki kjósendum sínum til
hagsældar og fylginu til festu, en
þeir aðhefðust ekkert í þeim efnum,
— létu kaupmennina eina um fyrir-
greiðslurnar og hagnaðinn af við-
skiptunum og verzlunarrekstrinum.
Þessum hugsjónamönnum var þó
vissulega vandi á höndum, þvi að
kaupmannavaldið í bænum var
máttarvaldið í Flokknum og vildi
halda fast um sitt. Enda var þetta
ekki einleikið, hversu Kaupfélag
Eyjabúa varð fljótlega gjaldþrota.
Það var heil ráðgáta, svo að gár-
ungarnir létu móðan mása og skáld-
uðu í eyðurnar.
Þessar hugleiðingar um fram-
kvæmdir forgöngumanna hinna
stjórnmálaflokkanna í bænum í
verzlunarmálunum leiddu til þess,
að nokkrir kunnir Sjálfstæðismenn
í bænum stofnuðu pöntunarfélag
með sér og nánustu flokksbræðrum
sínum svona til að byrja með. For-
göngumaður þessa starfs er mér
tjáð, að hafi verið Steingrímur
Benediktsson, þá barnakennari,
síðar barnaskólastjóri. Sagt er mér,
að hann hafi annast geymslu og af-
greiðslu á vörum pöntunarfélagsins
í íbúðarhúsi sínu við Hvítingaveg.
Árið 1936 hófust þessir Sjálf-
stæðismenn handa og stofnuðu
formlegt verzlunarfyrirtæki, sam-
vinnufélag, sem þeir kölluðu Neyt-
164
BLIK