Blik - 01.06.1980, Qupperneq 169
og þá tíðkaðist, og síðan vann ég
skyldustörf mín í Sparisjóði Vest-
mannaeyja frá nóni til miðaftans.
En þrjú kvöld vikunnar átti ég
frjálsar stundir frá leiðréttingar-
starfi við íslenzku stílana mína, sem
fylgdu kennslustarfinu. Þau frjálsu
kvöld hugsaði ég mér að nota til
heimsókna og viðtals í þágu hins
nýja samvinnufélags í bænum, sem
við vildum þá stofna innan
skamms. Svo átti ég líka góða og
áhugasama samstarfsmenn á félags-
svæðinu, sem voru fúsir til að veita
mér aðstoð, rétta mér hjálparhönd.
Sú varð og raunin á. Margir kunn-
ingjar mínir og samstarfsmenn
lögðu mér drjúgt lið og söfnuðu
liðsmönnum í tugatali.
Þrem vikum eftir að gestina bar
að garði í Goðasteini, eða 29. októ-
ber, boðuðum við til stofnfundar
kaupfélagsins, Kaupfélags Vest-
mannaeyja, eins og við vildum láta
nýja kaupfélagið okkar heita. En
samkvæmt ákvæðum gildandi
landslaga, varð bæjarstjórn kaup-
staðarins að samþykkja nafngift-
ina, af þvi að fyrirtækið var kennt
við kaupstaðinn. — Samþykkt
bæjarstjórnarinnar fyrir nafninu
fengum við nokkru síðar, enda
heimatökin hæg og góð, þar sem
hjálparhellurnar mínar úr hinum
vinstri flokkunum í bænum áttu
áhrifaríka fulltrúa í bæjarstjórn.
Stofnfundur Kaupfélags Vest-
mannaeyja, sem er skammstafað
K.F.V. samkvæmt firmaskrá, var
sem sé haldinn 29. okt. 1950, eins
og ég gat um, og sátu hann 70-80
manns, heimilisfeður og húsmæður
í bænum. Mikill einhugur og félags-
andi var ríkjandi með þessu fólki.
Við vorum ánægðir og bjartsýnir.
Og við vorum þakklátir þessu fólki
fyrir það, hversu það brást vel við
og kom drengilega á móti okkur,
sem beittum okkur fyrir kaup-
félagsstofnuninni.
Áður en stofnfundurinn var hald-
inn, höfðum við samið hinu nýja
kaupfélagi lög og notið við það
starf aðstoðar fulltrúa S.Í.S. Þar
voru lög annarra kaupfélaga höfð
til hliðsjónar. í þessum nýju lögum
okkar var þetta tekið fram m.a.:
Tilgangur félagsins er a) Að útvega
félagsmönnum góðar vörur og ná
hagfelldum kaupum á þeim. b) Að
selja framleiðsluvörur félagsmanna
og efla vöruvöndun. c) Að sporna
við skuldaverzlun og óreiðu í við-
skiptum.
í 10. grein kaupfélagslaganna var
tekið fram: Félagsstjórnin ræður
framkvæmdastjóra. (Þ.e. kaupfé-
lagsstjórann.)
í 11. grein kaupfélagslaganna er
sagt: Kaupfélagsstjórnin felur
framkvæmdastjóra að ráða starfs-
menn kaupfélagsins í samráði við
stjórnina og semja um laun þeirra.
Þessi ákvæði kaupfélagslaganna,
sem samþykkt voru af S.Í.S., vil ég
góðfúslega biðja Iesendur mína að
hafa í huga, þegar þeir lesa fram-
hald þessarar greinar minnar um
gerræðið mikla og valdbeitinguna,
BLIK
167