Blik - 01.06.1980, Síða 171
Jón Eiríksson, héraðsdómslögmað-
ur, að ég bezt veit.
Þegar við höfðum stofnað Kaup-
félag Vestmannaeyja, skrifaði
formaður Neytendafélagsins blaða-
grein, sem spillti mjög andrúmsloft-
inu. Hún birtist í blaði Sjálfstæðis-
flokksins í bænum. Þar var farið
mjög niðrandi orðum um stofnun
hins nýja kaupfélags og okkur, sem
að því stóðu. Þar gaf að lesa þessi
orð m.a.: „Er ef til vill meira fram-
tíðaröryggi í hinu nýja félagi, sem
hefur blekkingar og pólitíska valda-
græðgi að hyrningarsteini?“
Vissulega særðu þessi orð okkur
og marga félagsmenn okkar og þá
ekki sízt húsmæðurnar.
Og svo allt í einu barst sú fregn
um bæinn, að fulltrúi forstjóra
S.Í.S. væri kominn til Eyja. Vita-
skuld hlaut hann að hafa með sér
jákvætt svar við upptökubeiðni
okkar kaupfélagsmanna í Sam-
bandið.
Fulltrúinn vildi við okkur tala. í
tilefni þess var boðað til stjórnar-
fundar í Kaupfélaginu.
Á stjórnarfundi þessum færði
fulltrúinn okkur bréf frá forstjóra
Sambandsins. Þar tjáði hann okkur
þau geigvænlegu tíðindi, að við
fengjum ekki inngöngu í S.Í.S. eða
stuðning þess til þess að reka Kaup-
félag Vestmannaeyja, nem'a stjórn
þess fengist til að sameina fyrst
leifar hins nálega gjaldþrota Neyt-
endafélags Kaupfélagi Vestmanna-
eyja, því að stjórnendur þess væru
að gefast upp við reksturinn og
byðu nú Sambandinu allt hafur-
taskið sitt til eignar, — vörubirgðir,
skuldir og húseign, ef að sameining-
unni gæti orðið.
Tveir stjórnarmenn Neytendafé-
lagsins, þeir Steingrímur og Páll,
höfðu þá nýlega verið sendir með
nokkurri leynd á fund forstjórans,
V.Þ., til þess að fá hann til að
fallast á þessa sameiningu verzl-
unarfélaganna.
Jafnframt þessum geigvænlegu
fréttum var það krafa forstjórans,
að við vékjum tveim mönnum úr
stjórn Kaupfélagsins. í þeirra stað
tækjum við inn í stjórnina tvo fyrr-
verandi stjórnarmenn Neytendafél-
agsins, sem þá var að verða gjald-
þrota, að okkur skildist helzt. —
Hvað nú um hyrningarsteininn og
hina pólitísku valdagræðgi eins og
prentað stóð í blaði Flokksins?
Ýmislegt benti til þess, að Stein-
grími og Páli hefði tekizt að dáleiða
sjálfan forstjórann. Eða ættum við
heldur að orða það þannig, að þeir
hefðu stolið úr honum hjartanu?
Það fannst okkur ganga kraftaverki
næst. Sá hjartastuldur var þá ein-
stakt afrek í okkar augum. í gremju
okkar gátum við þó naumast varizt
hlátri. Svo kynlegt fannst okkur
þetta fyrirbrigði.
Stjórn Kaupfélags Vestmanna-
eyja afréð þegar að senda tvo menn
á fund forstjóra S.Í.S. í Reykjavík
til þess að ræða þessi mál við hann.
Ég var annar þessara sendisveina.
Nafn hins liggur í þagnargildi.
Og vissulega var okkur veitt sú
BLIK
169