Blik - 01.06.1980, Side 172
náð að fá að mæla hann máli.
Þeirrar náðar naut ég hins vegar
ekki síðar, er ég fór þess á leit.
Á viðræðufundi þeim, sem við
áttum með honum, færðum við
fram ástæðurnar fyrir því, hvers
vegna okkur hrysi hugur við að
hafa afskipti af fjármálum og vöru-
lager Neytendafélagsins, — hirða
upp reytur þess, stórar og smáar,
svo og skuldir þess og skít, eins og
við orðuðum það í beiskju okkar.
Auðvitað leitaði forstjórinn orsak-
anna.
Að okkar áliti hafði Neytendafé-
lagið verið til þess rekið, að hnekkja
samtökum samvinnumanna í
bæjarfélaginu. Að því stæðu og
hefðu alltaf staðið fúlustu fjand-
menn samvinnusamtakanna í land-
inu með konsúlakliku bæjarins í
fararbroddi. Svo áberandi hafði
þessi andróður orðið, að kunnir
samvinnu- og Framsóknarmenn i
bænum höfðu á undanförnum árum
sagt sig úr Neytendafélaginu og
hætt að skipta við það. Félagi minn
og sam-sendisveinn var mun stór-
yrtari en ég. Ég var hreykinn af
honum.
Hann sagði sem satt var, að það
væri grunur okkar og ef til vill
nokkur vissa, að Neytendafélagið
stæði höllum fæti fjárhagslega. Það
gæti því staðið Kaupfélagi Vest-
mannaeyja fyrir vexti og viðgangi
að taka á sig skuldbundingar þess
og til sín vörulagerinn. Mundi það
koma harðast niður á S.Í.S.,
töldum við. í alla staði væri það
betra, að Neytendafélaginu væri
leyft að fara á hausinn, og ættum
við þá að hirða upp leyfarnar. Ef
hér væru gjörð mistök, bytnuðu
þau harðast á S.Í.S. Forstjórinn
vildi ekki á þetta tal okkur hlusta.
Ég leyfði mér að benda á, að láns-
traust þess fyrirtækis, sem væri
látið hefja tilveru sína með því að
taka við gömlum vörulager og
skuldum gjaldþrota fyrirtækis, yrði
ekki því vaxið að skapa sér láns-
traust peningastofnana í kaup-
staðnum og enginn vildi bera ábyrð
á rekstri þess.
Þá var forstjóranum sýnd blaða-
greinin um hyrningasteininn og
pólitísku valdagræðgina. Hann
hristi höfuðið þegjandi og hljóða-
laust eins og hann væri dáleiddur.
Enn kom annað til. Samferða-
maður minn benti forstjóranum á
þá staðreynd, að Framsóknarmenn
mynduðu þá sem stæði meiri hluta
með Alþýðuflokknum og Komm-
únistum í bæjarstjórn kaup-
staðarins. Ef sú samvinna rofnaði
t.d. eftir næstu bæjarstjórnar-
kosningar, væru kommúnistar ekki
ólíklegir til að beita sér fyrir því, að
áhrif samvinnu — og Framsóknar-
manna í stjórn Kaupfélagsins yrðu
að engu gerð með því að Kommar
tækju höndum saman við fyrrver-
andi stjórnarmenn Neytendafélags-
ins og gerðu þá þannig að stjórnar-
hatti Kaupfélagsins. Sú tilhögun
væri svo líkleg til að auka fylgi
Sjálfstæðismanna í bænum og þar
með kaupmannavaldsins. Þetta
170
BLIK