Blik - 01.06.1980, Page 173
fannst forstjóranum barnalegar
hugsanir. Þar með var þeim
samfundi lokið.
Ég drep hér á þessar umræður til
gamans mér og nokkurs fróðleiks
seinni tíma mönnum, sem hugleiða
vildu þessi mál.
Og nú áttum við sem sé að víkja
tveim samvinnumönnum úr stjórn
hins nýja kaupfélags og fá kosna
þar tvo fúla fjendur S.Í.S. í staðinn,
eins og við orðuðum það okkar á
milli í gamni og alvöru, spaugi og
beiskju.
Einnig sótti forstjórinn það fast,
að nokkrir búðarmenn Neytenda-
félagsins yrðu ráðnir til starfa hjá
Kaupfélagi Vestmannaeyja. Þegar
við mótmæltum þessum síðustu
óskum forstjórans eindregið og
hörkulega, sló forstjórinn undan og
játaði, að hinn væntanlegi kaup-
félagsstjóri réði allt starfsfólkið í
samráði við stjórnina samkvæmt
11. grein kaupfélagslaganna.
Þegar við komum aftur heim til
Eyja, var boðað til fundar með
nokkrum framámönnum Fram-
sóknarflokksins í bænum til skrafs
og ráðagerða.
Framsóknarflokkurinn hafði
nokkra sérstöðu í kaupstaðnum. Á
kjörtímabilinu 1946-1950 hafði
hann ekki átt neinn fulltrúa í bæjar-
stjórninni. Til þess hafði hann skort
fylgi. Nú vorum við Helgi Bene-
diktsson háðir í bæjarstjórninni
fulltrúar flokksins. Svo mikinn
sigur hafði hann unnið við bæjar-
stjórnarkosningarnar, sem fram
fóru í jan. 1950. En þetta fylgi
flokksins í bænum var vissulega
ekki traust. Og það var okkur öllum
ljóst, að kjósendur okkar, allur
þorri þeirra, dró ekki skarpar línur
milli Framsóknarflokksins annars
vegar og Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga hins vegar.
Ég minnist orða eins af flokks-
mönnum þarna á fundinum. Hann
var meira en gramur. Hann var
reiður og notaði orðið samvinnu-
nasismi. Á fundi þessum afréðum
við að halda þessum fyrirbrigðum
og þessari sáru reynslu sem allra
mest leyndri fyrir kaupfélagsfólk-
inu af ótta við fylgis- og atkvæða-
tap. Hljóðir og sárir lutum við of-
beldinu. Og fyrir orð samstarfs-
manna minna og flokksfélaga sam-
þykkti ég að vera áfram formaður
kaupfélagsstjórnarinnar með því
skilyrði þó, að ég hefði algjörlega
frjálsar hendur um öll viðskipti
Sparisjóðs Vestmannaeyja við
K.F.V. Þar skyldu engin lán eða
víxlakaup eiga sér stað nema Sam-
bandið sjálft stæði ábyrgt að þeim
viðskiptum. Og öll skyldu þau við-
skipti lúta persónulegum vilja
mínum og hagkvæmni sparisjóðsins
í hverju tilviki.
Hinn 19. des. (1950) héldum við
almennan fund með kaupfélags-
mönnum. Sú samþykkt var gjörð
þar, að víkja tveim samvinnu-
mönnum úr stjórn Kaupfélags Vest-
mannaeyja og taka í þeirra stað tvo
fulltrúa hins gjaldþrota félags Sam-
bandsandstæðinganna í stjórnina,
BLIK
171