Blik - 01.06.1980, Síða 175
komum þar hvergi nærri. Þetta var
viðkvæðið í okkar valdalausu her-
búðum. — Útistandandi „kladda-
skuldir" Neytendafélagsins námu
kr. 85.000,oo. Þessar skuldir voru
við neyddir til að taka í eigu kaup-
félagsins sem 100% eign. — Lög-
fræðingi var falið að innheimta
skuldir þessar. Um 50%' greiddust
af þeim. Hinn hluti þerra var
fyrndur, var fjögurra ára og eldri,
— tapað fé sökum vanrækslu.
Löglega kosnir endurskoðendur
Kaupfélags Vestmannaeyja voru
þeir Karl Guðjónsson, kennari frá
Breiðholti og síðar alþingismaður,
og Filippus Árnason, yfirtollvörð-
ur. Þeim var heldur ekki gefinn
kostur á að vera viðstaddir, þegar
vörulager Neytendafélagsins var
fluttur í vörugeymslu og búð Kaup-
félagsins. Þeir börmuðu sér og þeim
fannst sér misboðið. Við hinir
viðurkenndu samvinnumenn kímd-
um en blygðuðumst, — þögðum
þunnu hljóði. Auðvitað vissum við
hinn lagalega rétt þeirra eins og
okkar, mannanna, sem hinir mörgu
og einlægu stofnendur kaupfélags-
ins höfðu kjörið til þess að fylgjast
með daglegum rekstri, ef svo mætti
segja, vera vökulir eftirlitsmenn um
rekstur þess og velfarnað.
Að beiðni okkar stjórnarmanna
rannsökuðu endurskoðendurnir
vörubirgðir Kaupfélagsins nokkru
eftir að það tók að reka verzlun
sína. Þeir gáfu siðan stjórninni
skýrslu. í skýrslu sinni kvörtuðu
þeir sáran undan birgðum af
skemmdum vörum, sem kaupfélag-
ið lægi með. í skýrslu þeirra stóð
orðrétt: „...Enda liggur í augum
uppi, að vörur, sem ekki hafa selzt
á undanförnum misserum, þrátt
fyrir hina alkunnu vöruþurrð í
landinu, eru ekki útgengilegur
varningur.“
Nú var ég einn eftir af hinum
eiginlegu samvinnumönnum i stjórn
kaupfélagsins. Hinir tveir, sem þar
voru með mér upprunalega, höfðu
orðið að víkja, og tveir Sjálfstæðis-
menn, fyrrverandi stjórnendur
Neytendafélgsins, tekið sæti þeirra
samkvæmt valdboði forstjóra
S.Í.S. En annar endurskoðandinn
var enn Framsóknarmaður og þá
samvinnumaður að sannfæringu.
Það var Filippus Árnason.
Okkar á milli og í einrúmi rædd-
um við um skemmdu vörurnar og
urðum á það sáttir að nefna þær
ekki við kaupfélagsmenn sökum
ótta við það, að þessi viðbjóðslega
staðreynd yrði að blaðamáli í
bænum og notuð af andstæðingum
Framsóknarflokksins og Sam-
bandsins til þess að ófrægja hvort-
tveggja og hnekkja þeim. Það gat
leitt til þess, að töluverður hluti
kaupfélagsmanna, sem annars voru
traustir fylgifiskar okkar eins og
sakir stóðu, misstu trúna og
brigðust til andstöðu við ofbeldið
og ófyrirleitnina. Þá var hið
pólitíska fylgishrun framundan.
Með vörulager Neytendafélags-
ins, sameiningu hans við vöru-
birgðir hins nýja kaupfélags, sem
BLIK
173