Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 192
vissulega verður kaupfélaginu veiga-
mikil eign, ef því vex fiskur um
hrygg, svo að það þurfi og geti
byggt við hús sitt vestan Bárustígs-
ins, þá tímar líða. — En hvernig gat
Kaupfélagið risið undir þeirri
fjárfestingu að kaupa íbúarhús,
sem hlaut að hafa litla tekjumögu-
leika í för með sér, aðeins skilað
lágri húsaleigu. — Ráðin fundust í
samhug og sameinuðum vilja.
Kaupfélagið hafði eignazt hið
gamla frystihús Sambandsins við
Strandveg (nr. 49), þegar það
stofnaði hlutafélagið Dröfn og hóf
fiskverkun þar á vertíð 1966.
Enginn var vandinn annar en að
selja þetta hús, sem ýmsir hlutu að
vilja eignast til þess að reka þar
iðnað t.d. Til þeirrar starfsemi var
hús þetta á góðum stað í bænum.
Það tókst mæta vel að fá kaupanda
að húsi þessu með hagstæðu láni
Sparisjóðsins til kaupanna. Síðan
festi kaupfélagið kaup á Sælundi
með dýrmætu lóðarréttindunum og
naut til þess hagstæðs láns frá
Sparisjóðnum. Þannig rákum við,
sem stjórnuðum Sparisjóðnum og
kaupfélagsstjórinn, G.B.G., saman
trippin til vaxtar og viðgangs Kaup-
félaginu og þá um leið til hagsbóta
almenningi í bænum að okkar
dómi.
Á árunum 1966-1969 varð mikill
tekjuhalli á rekstri K.F.V., þrátt
fyrir ötula og góða stjórn að dómi
margra í rekstri þess og aðgæzlu í
fjármálum. Töpunum olli fyrst og
fremst vaxandi dýrtíð og afleiðingar
hennar frá ári til árs.
Um þessar mundir námu rekstr-
artöp Kaupfélagsins samtals um kr.
3,2 milljónum.
Með góðu samkomulagi við
stjórnarvöld S.Í.S. var afráðið að
K.F. V. festi kaup á verzlunarhúsinu
nr. 6 við Bárustíg fyrir hið uppruna-
lega kaupverð S.Í.S. á húseigninni,
þegar Kaupfélag verkamanna varð
gjaldþrota, kr. 540.000,oo, þó að
matsverð byggingarinnar væri þá
orðið 2.9 millj. króna. Mismunur-
inn á söluverði og matsverði var lát-
inn mæta hinum miklu töpum
Kaupfélagsins á undanförnum
árum og skuldum þess við S.Í.S. —
Ég þekki ekkert ljósara dæmi þess,
hversu S.Í.S. gerir sitt ítrasta nú til
þess, að kaupfélögin geti verið efna-
lega sjálfstæð fyrirtæki innan þess.
Hér var ekki verið að huga til gróða
á viðskiptunum á undanförnum
árum heldur til efnalegs sjálfstæðis
Kaupfélagsins. Það var framar öllu.
Frá því að kjötvinnsla Kaupfé-
lagsins var stofnuð og falið Pétri
Guðbjartssyni, kjötvinnslumanni,
til umönnunar og eflingar, hafði
hún ávallt skilað arði. Þetta veiga-
mikla og markverða starf í þágu fé-
lagsins og almennings í bænum var
þakkað P.G. sérstaklega, er hann
hvarf frá því og gerðist þá að
nokkru leyti aðstoðarkaupfélags-
stjóri G.B.G.
Vegna hinna miklu fjárhagsörð-
ugleika K.F.V. og bágu afkomu
með vaxandi dýrtíð og tilkostnaði
190
BLIK