Blik - 01.06.1980, Page 194
á vegum Kaupfélagsins. Þá öftruðu
bönn hins opinbera valds öllum
ferðum til Eyja. Eftir jaml og juð í
fjóra daga fékkst loks leyfi til að
senda fimm manns til Eyja til þess
að líta eftir eignum Kaupfélagsins.
Voru þá sendar til Reykjavíkur allar
bókhaldsbækur þess, skrifstofuvél-
ar og svo vörur úr þeim búðum
þess, sem voru í mestri hættu
sökum hraunrennslis, svo sem búð-
in að Heimagötu 35-37 og Kirkju-
vegi 21. — Matvörusendingar úr
bænum kostuðu nokkurn úlfaþyt
stjórnandi manna í hinum yfirgefna
kaupstað sökum þess, að margir
unnu í bænum við margvísleg
björgunarstörf. Allt það vinnulið
þurfti fæði. — Og svo lá brátt
beiðni fyrir stjórn K.F.V. frá Al-
mannavarnaráði, að Kaupfélagið
hefði opna búð í kaupstaðnum til
hagræðis fyrir björgunarfólk og
lögreglulið. Með þessari beiðni
sinni sýndu stjórnarvöldin Kaupfé-
laginu mikið traust og væntu mikils
af þvi í þessum nauðum öllum. —
Kaupfélagsstjórnin hélt fundi sína í
Sambandshúsinu i Reykjavík á
neyðartímunuin. Og hún sendi brátt
tvo menn til Eyja til þess að opna
þar búð björgunar- og lögreglu-
liðinu til hjálpar og þjónustu.
Búðin að Hólagötu 28 var opnuð og
starfrækt til hjálpar því fólki, sem
starfaði þá í kaupstaðnum. Sú
starfræksla Kaupfélagsins var
veigamikill þáttor í öllu björgunar-
starfinu í heild.
Ekki löngu eftir að eldgosið
hófst, urðu menn varir við gasloft,
sérstaklega í lágbænum. Þá varð að
flytja allar vörubirgðir úr verzlun-
um þess við Bárustíg. Mikið af
vörum þeim skemmdist við flutn-
inga þessa. Megnið af vörum þeim,
sem ekki urðu notaðar til neyztu,
voru fluttar til Reykjavíkur. Þar var
þeim komið í sölu eða þeim skilað
til heildsala. En mikið af kæli- og
frystivörum Kaupfélagsins skemmd-
ust í Eyjum og uðru því ekki
söluhæfar. Einnig kom í ljós mikil
vörurýrnun í búðum kaupfélagsins
sökum þess, að brotizt hafði verið
inn í búðirnar á fyrsta sólarhringum
hörmunganna meðan beðið var
eftir fararleyfum til Eyja frá
opinberum valdamönnum.
Tilfinnanlegast var þetta tjón hjá
Timbursölu Kaupfélagsins á
Flötum.
Brátt var efnt til útsölu í Reykja-
vík á vefnaðarvörum og búsá-
höldum. Sú útsala gekk illa, þó að
afsláttur væri mikill. Allt þetta basl
hafði mikið fjárhagslegt tap í för
með sér fyrir fyrirtækið.
Tveir menn unnu sérstaklega að
björgunarstörfum í Eyjum fyrir
Kaupfélagið. Það voru þeir Garðar
Arason, sem hefur verið starfsmað-
ur þess frá árinu 1957 og Bjarni
Bjarnason í Breiðholti.
Vorið 1973 hætti Ragnar Sn.
Magnússon kaupfélagsstjórastarf-
inu. Við því tók Bogi Þórðarson,
fyrrv. kaupfélagsstjóri á Patreks-
firði. Honum var falið prókúruum-
192
BLIK