Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 210
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON.
Efnisskrá Bliks 1936-1980
Höfundar, greinar, sögur og myndir.
Ýmsir lesendur og velvildarmenn Bliks hafa mælzt til þess við mig, að ég
tæki saman og birti í ritinu heildarskrá yfir efni þess og myndir frá upp-
hafi, svo og höfundarnöfn. Við þessum óskum vil ég nú verða af fremsta
megni, enda er skráin mikil nauðsyn þeim, sem kynnast vilja efni ritsins frá
upphafi og fræðast af efni þess.
Rétt er að taka það fram, að ritið kom ekki út á styrjaldarárunum 1942-
1945. Þá hefur það heldur ekki komið út þessi ár, sem nú skal greina: 1964,
1966, 1970, 1975, 1977 og 1979.
Á árunum 1936-1941 var undirtitill ritsins Blað Málfundafélags Gagn-
fræðaskólans í Vestmannaeyjum. Á árunum 1946-1963 var undirtitill rits-
ins Ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. — Eftir að ég fékk lausn
frá skólastjórastarfinu 1963, hefi ég haft undirtitilinn: Ársrit Vestmanna-
eyja.
Það hefur átt sér stað, að sama mynd hefur verið birt oftar en einu sinni í
ritinu. Það er þá tekið fram í myndaskránni, þar sem ekki er víst, að
lesandinn eigi þess kost að fá í hendur fyrstu hefti ritsins eða sjá öll hefti
þess.
I. Greinar eftir nemendur Gagnfræðaskólans og nöfn höfunda, bis. 210
II. Skýringar við skaminstafanir á nöfnum höfunda annarra en nemenda skólans, bls. 214
III. Fræðslustofnanir og fræðslustörf í Vestmannaeyjum, bls. 215
IV. Kirkjur, klaustur og söfnuðir í Vestmannaeyjum, bls. 221
V. Bæjarbókasafn Vestmannaeyja, bls. 221
VI. Söngkórar og lúðrasveitir, bls. 222
VII. Leiklist í Vestmannaeyjum, bls. 222
VIII. Blaðautgáfa i Vestmannaeyjum, bls. 223
IX. Kvæði og lausavísur, bls. 223
X. íþróttafélög og íþróttastörf, bls. 226
XI. Skátar og ungmennafélög, bls. 228
XII. Áfengisböl eða bindindi, bls. 228
208
BLIK