Hugur - 01.01.2015, Síða 14

Hugur - 01.01.2015, Síða 14
14 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Mér dettur í hug í þessu sambandi að William James talar um hina mystísku reynslu – reynslu sem færir okkur heim sanninn um einhvern sannleika sem er kannski erfitt að færa sönnur á og við getum ekki fengið eftir neinum öðrum leiðum heldur en í einhvers konar upplifun af heiminum og lífinu. Heldurðu að reynsla af þessu tagi hafi sérstök tengsl við heimspeki og heimspekiiðkun? Já, ég get vel tekið undir þetta, en legg enn og aftur áherslu á að málið snýst um afstöðu manns sjálfs, hins verðandi eða unga heimspekings, til reynslunnar. Ég nefndi þarna tvö dæmi úr persónulegri reynslu, en það er til margs konar reynsla sem fólk getur orðið fyrir sem gefur því ekki tilefni til neinnar heimspekilegrar yfirvegunar Hins vegar langar mig til að skjóta því inn að reynsluhugtakið er afskaplega merkilegt hugtak sem felur í sér að við erum í gegnum reynsluna að kynnast öðrum og ytri veruleika í gegnum skilningarvit okkar og upplifanir. En á hinn bóginn er reynslan eitthvað sem við höfum eiginlega af sjálfum okkur, jafnvel þegar við erum að kynnast eða reyna að kynnast einhverjum veruleika eða kynnast einhverjum öðrum, þá erum við um leið að kynnast sjálfum okkur og jafnvel að sjá sjálf okkur undir sjónarhorni annarrar manneskju. Þú talar stundum um að líf hins hugsandi manns sé eins konar ævintýri. Skiptir þetta máli í þessu samhengi, er það ekki afstaðan til okkar eigin lífsreynslu sem er þarna kjarnaatriði? Jú, ég held að það sé alveg hárrétt að sumir skynja lífið sem ævintýri, en öðrum finnst þetta svolítið fáránleg líking, að lífið sé nú ekkert ævintýri, það geti verið mesta basl og böl og allt tal um ævintýri í kringum lífið sé jafnvel tilraun til sjálfs- blekkingar. Sjálfur hef ég haft mjög sterka tilfinningu frá því ég man eftir mér fyrir því að lífið sé einhvers konar ævintýri. Þá er það sérstaklega hið óvænta sem mér finnst við ekki veita nægjanlega eftirtekt, hvað margt skrýtið og merkilegt og skemmtilegt og stórkostlegt er að gerast í heiminum í kringum okkur. Þessi afstaða til reynslunnar felur þá í sér að lífið sé kynni af hinu óþekkta, að við séum sífellt að komast í kynni við eitthvað sem er framandi, eitthvað sem við höfum ekki fulla stjórn á, eitthvað sem við þekkjum ekki til hlítar? Sannleikurinn er sá að við vitum afskaplega lítið í raun um þróun lífsins og jafnvel okkar eigin lífsferil. Þannig að við lifum stöðugt í heimi hins óþekkta og við vitum ekki gjörla hvernig við eigum að bregðast við því sem gerist í heiminum, oft mjög skyndilega. Þú segir á einum stað eitthvað í þá veru að kannski sé hið ósegjanlega það sem hefur mesta merkingu og mikilvægi fyrir okkur, hvað áttu við með þessu? Ég veit ekki alveg hvort orðið „ósegjanlega“, sem ég veit að ég hef notað, sé rétta orðið, það mætti líka nefna hið ólýsanlega eða óskýranlega sem orð yfir það sem ég er að vitna til. Raunar lít ég svo á að starfsvettvangur heimspekinganna sé á jaðrinum milli þess sem við erum að reyna að hugsa og skilja og þess sem er Hugur 2015-5.indd 14 5/10/2016 6:44:55 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.