Hugur - 01.01.2015, Side 18
18 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason
Einhvern veginn finnst mér það hljóti að vera andinn sem gefi af sér efnið og
birtist í efninu á ótal vegu, ekki síst í því hvað við sjálf gerum.
Nú mundi kannski einhver segja: Er þetta ekki bara fordómur heimspekingsins að
halda að hugsunin sé grunnlögmálið, er þetta ekki svona ákveðin skekkja sem vísindin
eru búin að leiðrétta?
Jú, ég held að mjög margir muni líta svo á að þessi tegund af hughyggju heyri
sögunni til og að við eigum öll að fallast í faðma og sætta okkur við einhvers
konar efnishyggju. Vandinn er að slík efnishyggja hefur enn ekki náð að hafa nein
áhrif í raun og veru á hugsun okkar þegar við erum að hugsa raunverulega um
veruleikann. Málið er að ég held að við hugsum miklu meira, fólk almennt, vís-
indamennirnir líka, sem hughyggjufólk en við gerum okkur grein fyrir. Ástæðan
er ofur einföld, það er ekki hægt að tala af nokkurri skynsemi, af nokkru viti, um
það sem gerist í mannlífinu eða í dýraríkinu eða jafnvel á jörðinni almennt nema
í ljósi hugmynda þar sem merking og tilgangur hlutanna skipta sköpum og við
erum sífellt að nota hugtök sem við aftur gerum svo lítið úr.
Þannig að hérna ertu á vissan hátt að taka undir með fyrirbærafræðinni um að það er
lífheimurinn, heimurinn sem við lifum og hrærumst í sem manneskjur, sem er grund-
vallarheimurinn?
Já, ég tek undir þetta að vissu marki, en eingöngu að vissu marki. Ég trúi á visst
sjálfstæði veruleikans, ef ég má orða það svo, eða hins eina svo ég noti aftur það
hugtak, og ég tel ekki að við getum útskýrt veruleikann á grunni þessara hug-
mynda fyrirbærafræðinnar. Það eru reyndar til tvenns konar hugtök hér sem eru
náskyld, það er hugtak Heideggers um Dasein og sem hann útleggur sem ver-
an-í-heiminum. Það sem er frumlegt við þessa hugmynd Heideggers er það að
við getum aldrei skroppið út úr heiminum til að skoða hann utan frá, þó okkur
hafi tekist að komast til tunglsins og við eigum kannski eftir að fara eitthvað
lengra, þá erum við alltaf inni í heiminum þannig að í vissum skilningi göngum
við að heiminum vísum. Síðan er hugmynd Edmunds Husserl, sem var reyndar
lærifaðir Heideggers, um lífheiminn þar sem uppspretta allrar merkingar er rakin
til þessa vitundarlífs sem við lifum sem líkamlegar, andlegar, félagslegar verur í
mannlegu samfélagi þar sem allt öðlast merkingu og þýðingu fyrir okkur. Fyrir-
bærafræðin er óendanleg lýsing á þessum fjölbreyttu merkingareiningum sem við
erum sífellt að bjástra við í huganum í öllum okkar samskiptum og í öllu okkar
samfélagslífi. En eftir stendur að til eru sannindi, sannleikur, sem við öll eigum
að geta viðurkennt og allir þurfa að viðurkenna ef við ætlum að skipuleggja okk-
ur með skynsamlegum hætti á þessari jörð. Hér skiptir þróun vísinda og tækni
sköpum fyrir okkur, en því miður virðumst við ekki enn vera búin að ná að tengja
saman sem skyldi skilning okkar á lífheiminum eða Lebenswelt, ef ég má nota
orðið sem kemur frá Husserl, og þessa sýn sem náttúruvísindin almennt séð veita
okkur á náttúruna og okkur sjálf sem náttúrufyrirbæri.
Hugur 2015-5.indd 18 5/10/2016 6:44:57 AM