Hugur - 01.01.2015, Page 18

Hugur - 01.01.2015, Page 18
18 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason Einhvern veginn finnst mér það hljóti að vera andinn sem gefi af sér efnið og birtist í efninu á ótal vegu, ekki síst í því hvað við sjálf gerum. Nú mundi kannski einhver segja: Er þetta ekki bara fordómur heimspekingsins að halda að hugsunin sé grunnlögmálið, er þetta ekki svona ákveðin skekkja sem vísindin eru búin að leiðrétta? Jú, ég held að mjög margir muni líta svo á að þessi tegund af hughyggju heyri sögunni til og að við eigum öll að fallast í faðma og sætta okkur við einhvers konar efnishyggju. Vandinn er að slík efnishyggja hefur enn ekki náð að hafa nein áhrif í raun og veru á hugsun okkar þegar við erum að hugsa raunverulega um veruleikann. Málið er að ég held að við hugsum miklu meira, fólk almennt, vís- indamennirnir líka, sem hughyggjufólk en við gerum okkur grein fyrir. Ástæðan er ofur einföld, það er ekki hægt að tala af nokkurri skynsemi, af nokkru viti, um það sem gerist í mannlífinu eða í dýraríkinu eða jafnvel á jörðinni almennt nema í ljósi hugmynda þar sem merking og tilgangur hlutanna skipta sköpum og við erum sífellt að nota hugtök sem við aftur gerum svo lítið úr. Þannig að hérna ertu á vissan hátt að taka undir með fyrirbærafræðinni um að það er lífheimurinn, heimurinn sem við lifum og hrærumst í sem manneskjur, sem er grund- vallarheimurinn? Já, ég tek undir þetta að vissu marki, en eingöngu að vissu marki. Ég trúi á visst sjálfstæði veruleikans, ef ég má orða það svo, eða hins eina svo ég noti aftur það hugtak, og ég tel ekki að við getum útskýrt veruleikann á grunni þessara hug- mynda fyrirbærafræðinnar. Það eru reyndar til tvenns konar hugtök hér sem eru náskyld, það er hugtak Heideggers um Dasein og sem hann útleggur sem ver- an-í-heiminum. Það sem er frumlegt við þessa hugmynd Heideggers er það að við getum aldrei skroppið út úr heiminum til að skoða hann utan frá, þó okkur hafi tekist að komast til tunglsins og við eigum kannski eftir að fara eitthvað lengra, þá erum við alltaf inni í heiminum þannig að í vissum skilningi göngum við að heiminum vísum. Síðan er hugmynd Edmunds Husserl, sem var reyndar lærifaðir Heideggers, um lífheiminn þar sem uppspretta allrar merkingar er rakin til þessa vitundarlífs sem við lifum sem líkamlegar, andlegar, félagslegar verur í mannlegu samfélagi þar sem allt öðlast merkingu og þýðingu fyrir okkur. Fyrir- bærafræðin er óendanleg lýsing á þessum fjölbreyttu merkingareiningum sem við erum sífellt að bjástra við í huganum í öllum okkar samskiptum og í öllu okkar samfélagslífi. En eftir stendur að til eru sannindi, sannleikur, sem við öll eigum að geta viðurkennt og allir þurfa að viðurkenna ef við ætlum að skipuleggja okk- ur með skynsamlegum hætti á þessari jörð. Hér skiptir þróun vísinda og tækni sköpum fyrir okkur, en því miður virðumst við ekki enn vera búin að ná að tengja saman sem skyldi skilning okkar á lífheiminum eða Lebenswelt, ef ég má nota orðið sem kemur frá Husserl, og þessa sýn sem náttúruvísindin almennt séð veita okkur á náttúruna og okkur sjálf sem náttúrufyrirbæri. Hugur 2015-5.indd 18 5/10/2016 6:44:57 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.