Hugur - 01.01.2015, Page 24

Hugur - 01.01.2015, Page 24
24 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason erum ekki hreinar skynsemisverur, við erum annað og meira en bara skynsemis- verur. Ég hef haft tilhneigingu til að skilgreina skynsemina í anda Aristótelesar sem ákveðna sálargáfu, sem hæfileikann til að sjá það sem er satt og gera það sem er rétt, sjá hið sanna og rétta. Ég hef þannig alltaf haft tilhneigingu til að tengja skynsemishugtakið við tvö önnur hugtök sem eru sannleikur og réttlæti. Þarna skín platonisminn í gegn eina ferðina enn, þannig að við getum ekki áttað okkur á skynseminni nema við áttum okkur á réttlætinu og við getum ekki áttað okkur á réttlætinu nema við áttum okkur á sannleikanum, þannig að það eru einhver rök- leg tengsl milli þessara þriggja meginhugtaka, skynsemi, sannleikur og réttlæti. Því má skjóta hér að hvað íslenskuna varðar að orðið skynsemi á íslensku getur líka átt við dýr. Við tölum um að dýrin geti verið misjafnlega skynsöm þannig að það að takmarka þennan hæfileika við hið sanna og rétta, gengur ekki alveg upp á íslensku þegar við erum að tala um skynsemina. Tengingin við réttlæti og sannleika er ekki eins sterk og þegar talað er um reason eða rationality á enskunni. Síðan eru þessi tengsl milli greindar og skynsemi. Þetta tengist aftur dýrunum. Dýrin eru misgreind að okkar dómi, og þar af leiðandi misjafnlega skynsöm. Þau greina aðstæður bersýnilega, en með öðrum hætti en við gerum. Hin klassíska greining skynseminnar sem hæfileika til að sjá það sem er rétt og til að fella dóma um það sem er satt eða ósatt, er gjarnan sett í samhengi við tvær aðrar sálargáfur okkar sem reyndar koma einnig fyrir hjá dýrunum, sem er skap og langanir. Sem dýr höfum við skap sem tengist þá gjarnan vilja og ákvörðun, ásetningi. Dýrin hafa oft ásetning í svipuðum skilningi og við mennirnir, þau ætla sér eitthvað, þau hafa einhvern tilgang með lífi sínu. Síðan eru þessar langanir sem eru þá þrár eftir einhvers konar fullnægingu, það er einhver skortur, allar lífverur skortir eitthvað og löngunin er það sem á að leiðbeina okkur um það sem okkur vantar, um þarfir okkar. Þessu er oft slegið saman við tilfinningar. Ég á við að stundum tala menn um skynsemi, skap og tilfinningar, en ekki skynsemi, skap og langanir. Tilfinningarnar eru þá mælikvarðinn á það hvort löngunum okkar sé fullnægt eða ekki, líkt og þegar manneskja er ástfangin og hefur ákveðnar þrár og það eru tilfinningarnar og langanirnar sem renna saman í eitt, til dæmis í ástarþrá eða í þessum skorti. Klassíska kenningin um skynsemina frá Platoni og Aristótelesi er sú að það sé skynsemin sem eigi að ráða. Réttlæti ríkir í sálinni, segir Platon, þegar „harmoní“ eða samræmi er á milli þessara þriggja sálarafla, þannig að skynsemin drottnar yfir skapinu, við látum skapið ekki hlaupa með okkur í gönur og skapið er um leið kjarkurinn, hugrekkið til að standa á móti þeirri tilhneigingu að hlaupa eftir hverri löngun og reyna að fullnægja henni eins og kostur er, eða að dansa eftir duttlungum eigin tilfinninga. Mig langar þá að biðja þig að einbeita þér í framhaldinu að skynseminni sem hæfileik- anum til að sjá eða greina sannleikann. Í heimspeki þinni og hugsun eru tvær áherslur sem virðast oft fara saman, það er annars vegar áherslan á hugtökin og kerfið, að við erum að reyna að skilja veruleikann með hugtökum okkar og við erum að reyna að finna einhvers konar samkvæmni í hugsun okkar og hugmyndum um veruleikann. Á hinn bóginn er þessi áhersla á dýptina ef svo má að orði komast, þ.e.a.s. hæfileika okkar Hugur 2015-5.indd 24 5/10/2016 6:45:00 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.