Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 25
Hugtökin búa í hjarta okkar 25
sem skynsamra vera til að afhjúpa veruleikann. Eru þetta tvær leiðir skynseminnar til
að nálgast sannleikann í þínum huga?
Vandinn við að svara þessari spurningu er sjálft sannleikshugtakið vegna þess að
það er fjarri því að vera einfalt. Það eru tvær megintilhneigingar meðal heim-
spekinga og hafa verið frá fornu fari hvað varðar sannleikshugtakið, sem reyndar
hefur fleiri hliðar en hægt er að gera skil í fljótu bragði. Fyrri hefðbundna leiðin
til að skilgreina sannleikann, sem er rakin til Aristótelesar, er sú að sannleik-
urinn sé samsvörun dóma okkar eða staðhæfinga við það sem er, þ.e.a.s. hugsun
okkar samsvarar veruleikanum. Það er þessi klassíska latneska setning, veritas est
adaequatio intellectus et rei. Skilgreiningin er sú að sannleikurinn er samsvörun
hugans, dóma okkar eða staðhæfinga við veruleikann. Hin klassíska skilgreining
út frá rökfræði á sannleika er að snjór er hvítur ef og þegar snjór er hvítur. Þá eru
alltaf einhverjar viðmiðanir um það sem geraokkur kleift að dæma hvort hugur-
inn samsvarar því sem er. Síðan er hin hliðin á sannleikshugtakinu sem er ekki
spurning um það að hugurinn samsvari því sem er, heldur að það sem er er sann-
leikurinn, þ.e.a.s. að veruleikinn, reynslan, það sem við erum að lifa, það er sann-
leikurinn. Það sem gerist, það er viðburðurinn. Sannleikurinn er það að maður
uppgötvar t.d. veruleikann í nýju ljósi, maður sér allt í einu heiminn á nýjan hátt.
Það er allt í einu nýr sannleikur fyrir mér að verða ástfanginn eða gera vísindalega
uppgötvun, eða þegar skáld yrkir ljóð sem verður ódauðlegt og öll þjóðin lærir,
svo ég taki einhver dæmi. Listin afhjúpar sannleikann, vísindin afhjúpa sann-
leika, ástin afhjúpar sannleika, stjórnmál, óvænt ný reynsla, ég ætla ekki að nefna
nein sérstök dæmi. ‒ Þó dettur mér í hug, allt í einu uppgötvar þjóðin Píratana,
þ.e.a.s. upplýsingaboðskapinn. Allt í einu kemur nýr pólitískur boðskapur fram á
sjónarsviðið og þjóðin segir: Jáááá, einmitt! Þetta er sannleikurinn í stjórnmálum,
það eiga allir að vita allt um alla, að minnsta kosti í stjórnmálum!!! Og þarna er
sannleikurinn afskaplega skemmtilegt viðfangsefni og að sumu leyti mun áhuga-
verðara en það að vera samsvörun við veruleikann. Þarna er sannleikurinn orðinn
viðburður, orðinn eitthvað sem er að gerast eins og þegar þú ert allt í einu kominn
upp á jökul og sérð yfir heiminn og landið. ‒ Það má segja að fyrri skilgreiningin,
þessi hefðbundna, á sannleikanum höfði til kerfishugsunar sem vill sjá hlutina í
föstum skorðum og það er mjög í anda Aristótelesar fremur en Platons.
Ég hef notað orðið merking mikið í tengslum við frummyndirnar, ég hef haft
tilhneigingu til að tala um fegurðina, réttlætið og slíkar frummyndir sem merk-
ingarbær fyrirbæri sem um leið eru margræð, kalla á mismunandi afhjúpun á
veruleikanum. Fegurðin er ótalmörg, hún er ekki ein og ekki einhleyp ef svo má
segja, sama gildir um önnur platonsk hugtök. Þetta geta verið óstýrilát hugtök
sem leika sér stundum að okkur. Fegurð er eitt af þessu stórkostlegu hugtökum
því það er svo ótalmargt sem getur verið fagurt og á svo ólíka vegu og það sem
meira er að þú skilur fegurðina fyrirfram, fegurðin er í huganum vegna þess að
annars myndir þú aldrei geta uppgötvað hið fagra. Þannig er hið fagra einhvers
konar veruleiki og þetta eru ennþá rök fyrir blessaðri frummyndakenningunni.
Hugur 2015-5.indd 25 5/10/2016 6:45:00 AM