Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 25

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 25
 Hugtökin búa í hjarta okkar 25 sem skynsamra vera til að afhjúpa veruleikann. Eru þetta tvær leiðir skynseminnar til að nálgast sannleikann í þínum huga? Vandinn við að svara þessari spurningu er sjálft sannleikshugtakið vegna þess að það er fjarri því að vera einfalt. Það eru tvær megintilhneigingar meðal heim- spekinga og hafa verið frá fornu fari hvað varðar sannleikshugtakið, sem reyndar hefur fleiri hliðar en hægt er að gera skil í fljótu bragði. Fyrri hefðbundna leiðin til að skilgreina sannleikann, sem er rakin til Aristótelesar, er sú að sannleik- urinn sé samsvörun dóma okkar eða staðhæfinga við það sem er, þ.e.a.s. hugsun okkar samsvarar veruleikanum. Það er þessi klassíska latneska setning, veritas est adaequatio intellectus et rei. Skilgreiningin er sú að sannleikurinn er samsvörun hugans, dóma okkar eða staðhæfinga við veruleikann. Hin klassíska skilgreining út frá rökfræði á sannleika er að snjór er hvítur ef og þegar snjór er hvítur. Þá eru alltaf einhverjar viðmiðanir um það sem geraokkur kleift að dæma hvort hugur- inn samsvarar því sem er. Síðan er hin hliðin á sannleikshugtakinu sem er ekki spurning um það að hugurinn samsvari því sem er, heldur að það sem er er sann- leikurinn, þ.e.a.s. að veruleikinn, reynslan, það sem við erum að lifa, það er sann- leikurinn. Það sem gerist, það er viðburðurinn. Sannleikurinn er það að maður uppgötvar t.d. veruleikann í nýju ljósi, maður sér allt í einu heiminn á nýjan hátt. Það er allt í einu nýr sannleikur fyrir mér að verða ástfanginn eða gera vísindalega uppgötvun, eða þegar skáld yrkir ljóð sem verður ódauðlegt og öll þjóðin lærir, svo ég taki einhver dæmi. Listin afhjúpar sannleikann, vísindin afhjúpa sann- leika, ástin afhjúpar sannleika, stjórnmál, óvænt ný reynsla, ég ætla ekki að nefna nein sérstök dæmi. ‒ Þó dettur mér í hug, allt í einu uppgötvar þjóðin Píratana, þ.e.a.s. upplýsingaboðskapinn. Allt í einu kemur nýr pólitískur boðskapur fram á sjónarsviðið og þjóðin segir: Jáááá, einmitt! Þetta er sannleikurinn í stjórnmálum, það eiga allir að vita allt um alla, að minnsta kosti í stjórnmálum!!! Og þarna er sannleikurinn afskaplega skemmtilegt viðfangsefni og að sumu leyti mun áhuga- verðara en það að vera samsvörun við veruleikann. Þarna er sannleikurinn orðinn viðburður, orðinn eitthvað sem er að gerast eins og þegar þú ert allt í einu kominn upp á jökul og sérð yfir heiminn og landið. ‒ Það má segja að fyrri skilgreiningin, þessi hefðbundna, á sannleikanum höfði til kerfishugsunar sem vill sjá hlutina í föstum skorðum og það er mjög í anda Aristótelesar fremur en Platons. Ég hef notað orðið merking mikið í tengslum við frummyndirnar, ég hef haft tilhneigingu til að tala um fegurðina, réttlætið og slíkar frummyndir sem merk- ingarbær fyrirbæri sem um leið eru margræð, kalla á mismunandi afhjúpun á veruleikanum. Fegurðin er ótalmörg, hún er ekki ein og ekki einhleyp ef svo má segja, sama gildir um önnur platonsk hugtök. Þetta geta verið óstýrilát hugtök sem leika sér stundum að okkur. Fegurð er eitt af þessu stórkostlegu hugtökum því það er svo ótalmargt sem getur verið fagurt og á svo ólíka vegu og það sem meira er að þú skilur fegurðina fyrirfram, fegurðin er í huganum vegna þess að annars myndir þú aldrei geta uppgötvað hið fagra. Þannig er hið fagra einhvers konar veruleiki og þetta eru ennþá rök fyrir blessaðri frummyndakenningunni. Hugur 2015-5.indd 25 5/10/2016 6:45:00 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.