Hugur - 01.01.2015, Side 27

Hugur - 01.01.2015, Side 27
 Hugtökin búa í hjarta okkar 27 niður í önnur og einfaldari hugtök, og kannski niður í ekki neitt, ef því er að skipta. Þetta er greiningarheimspeki, andstæða þess eða dálítið frábrugðið því að vefa vef hugtaka í eitt samhangandi kerfi. Þetta kallast analýtísk heimspeki sem ýmis afbrigði eru til af, eitt kallast til dæmis afbygging. Upphaflega er það hugtak komið frá Heidegger, það er hann sem kemur fyrstur með þessa destruction sem Derrida gerir síðan fræga með deconstruction. Hins vegar má ekki gleyma einni áhrifamestu aðferð til að iðka heimspeki sem er ekki kerfisheimspeki og ekki greiningarheimspeki, en það er lýsing, lýsing á veruleikanum, þ.e.a.s. fyrirbæra- fræði, sem er til alveg frá dögum Platons og fram til Husserls. Slík heimspeki er fólgin í því að þú ætlar þér ekki að reyna að útskýra veruleikann, heldur að afhjúpa hann. Orðið afhjúpa er kannski rétta orðið þarna, eða lýsa, gera okkur kleift að sjá heiminn í nýju ljósi. Slík heimspeki er oft í órafjarlægð frá kerfisheimspeki og greiningarheimspeki. Er einhvers konar kerfisbinding hugsunarinnar að þínum dómi heimspeki í sinni fyllstu mynd? Líturðu þannig á að fyrirbærafræðin sé bara einn angi af hinni heim- spekilegu hugsun og það vanti kannski upp á að hún sé fyllilega heimspekileg? Já, ég hlýt að svara þessari spurningu játandi að þegar upp er staðið myndi ég segja að hin fullkomnasta heimspeki sé kerfisheimspeki. En um leið og ég segi þetta, hlýtur maður að viðurkenna að kerfisheimspekin keyrir iðulega að vissu marki í strand og þá verður annaðhvort lýsing eða greining af nýjum toga algjörlega nauðsynleg til að frelsa hugsunina úr viðjum þess hugtakanets sem hún er allt í einu búin að festa sig í. Ég reyni iðulega, t.a.m. í kaflanum um tilvistarhyggju og tómhyggju í bókinni sem ég er að ganga frá núna (Merking og tilgangur), að losa um ákveðin hugtök og leyfa hugsuninni að taka á sprett með nýjum hætti, þannig að maður sjái heiminn allt í einu í nýju ljósi, en þetta skiptir sköpum fyrir kerfis- heimspekina. Kerfisheimspekin getur ekki lifað ein og sér, hún þarf á greiningu, gagnrýni og þessu innsæi að halda sem tilvistarhugsun af einhverju tagi kallar á. Mér dettur í hug í þessu sambandi hvernig hægt er að heimfæra það sem þú ert að segja upp á heimspekinginn Sókrates. Hann virðist vera eins langt frá því að vera kerfisheimspekingur og hugsast getur. Þó má segja að Sókrates sé alltaf að reyna að skilja hugtökin sem við notum og ég held að Hannah Arendt hafi orðað það þannig að Sókrates hafi litið þannig á að maður þurfi á morgun að byrja á að rífa niður hugsun- ina sem maður hugsaði í dag, byrja upp á nýtt á hverjum degi? Hugsunin er óendanlegt verkefni. Ég held að í þessu sambandi sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að Sókrates lítur á sjálfan sig sem kennara, hann er þjálfari í heimspeki, hann er að þjálfa unga menn, því miður ekki líka ungar konur því mér vitanlega var aldrei ung kona í samræðuhópnum, var það? Það sem máli skiptir er það að fá ungu mennina til að spreyta sig sífellt á nýjum og nýjum hugtökum án þess að komast að neinum varanlegum niðurstöðum og iðulega blandar Sókrates eldri mönnum í samræðuna. Dæmi um þetta er samræðan Laches þar sem herfor- ingjar eru að skilgreina hugrekki og ungu mennirnir fylgjast með þessari samræðu Sókratesar við herforingjana sem telja sig heldur betur vita um hvað hermennska Hugur 2015-5.indd 27 5/10/2016 6:45:01 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.