Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 31

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 31
 Hugtökin búa í hjarta okkar 31 Túlkunin eins og ég skilgreindi hana áðan er fólgin í því að reyna að skýra og gera betur skiljanlega einhverja hugsun eða merkingu sem er tjáð í ákveðinni orðræðu og setja hana fram í annarri orðræðu sem gerir hana skiljanlegri, þannig að það sem túlkunin snýst um er skilningur. Hvað er þá skilningur? Skilningur í almennri merkingu þess orðs er fólginn í greiningu, þar sem þú greinir hlutina niður í ákveðna þætti þannig að þú náir ákveðnu valdi yfir þeim í huga þínum og getir sagst skilja þetta og svo getur þú útlistað skilning þinn. Málið er það að skilningurinn er eitthvað sem þróast og er sífellt að þróast, við erum alltaf að skilja hlutina upp á nýtt og ekki nóg með það, heldur hvílir skilningur okkar á ákveðn- um forsendum sem okkur eru ekki endilega ljósar eða við þekkjum ekki. Sá heim- spekingur sem hefur gert þetta hugtak, forskilning, að mjög merkilegum þætti í heimspeki sinni er Martin Heidegger sem fjallar um þetta hugtak í bók sinni Vera og tími eða Sein und Zeit og gerir þetta að lykilhugtaki í túlkunarfræðinni. Grein- ing Heideggers á forskilningnum, sem er á þýskunni Vorverständnis, er þríþætt, hann talar um Vorhabe, það sem maður hefur fyrirfram. Ég myndi túlka það í víðum skilningi þannig að skilningur okkar sem hvílir þá á ákveðnum forskilningi er háður ákveðnum menningarhefðum, það er ákveðinn skilningur sem liggur í okkar hversdagslega máli, þegar við lærum tungumálið þróum við ákveðinn skiln- ing sem er órofa hluti af menningu okkar almennt. Næsta hugtak sem Heidegger notar til að átta sig á forskilningnum er það sem hann kallar á þýskunni Vorsicht sem ég myndi túlka sem ákveðið sjónarmið eða sjónarhorn. Maður horfir alltaf á hlutina undir ákveðnu sjónarhorni eða hefur ákveðið sjónarmið til þess sem maður er að reyna að skilja. Loks í þriðja lagi talar Heidegger um Vorgriff, það er eiginlega hugtakið. Griff þýðir grip (af greifen = grípa, ná taki á) og af því er leitt orðið Begriff sem er hugtak. Þarna erum við komin með þrjú atriði sem við getum haft í huga þegar við erum að velta vöngum yfir okkar eigin forskilningi. Hver er hann, hver er menningarhefðin, hver eru sjónarmiðin sem eru gefin, sem við erum alin upp við, sem eru mótuð og síðast en ekki síst hvaða vald höfum við á hug- tökunum sem um er að ræða? Síðan snýst málið um það að skilningur okkar sem byggist á þessum forskilningi á að þróa þennan forskilning, þ.e.a.s. við eigum að vera gagnrýnin á okkar eigin hefðir, á hugtök okkar og vera hugsanlega reiðubúin til að endurskoða eða móta ný viðhorf, nýjar hefðir og ný hugtök. Það er þá þannig að þegar maður er að reyna að túlka, segjum skrif annarra, þá er maður sífellt um leið að yfirvega sinn eigin forskilning og reyna að átta sig á því hvaðan maður er að koma sjálfur og þetta verður einhvers konar samræða? Já, það sem skiptir höfuðmáli er kannski ekki hvert efnið er sem um er að ræða. Við gætum til dæmis verið að tala um túlkun tilverunnar yfirleitt. En við erum núna að tala fyrst og fremst um túlkunarfræði sem túlkun á orðræðu. Spurningin er þá um hvað tiltekin orðræðan snýst. Þá er spurningin, hver er skilningurinn, forskilningurinn á viðfangsefninu, hvað ertu búinn að læra mikið í sögunni, hvað veistu mikið um lögin, hvað veistu um Biblíuna ef við erum að tala um hana, hvað veistu mikið um þessar tegundir af bókmenntum og svo framvegis. Það verður lykilatriði um hvað málið snýst, hvað það er sem við viljum öðlast skilning á. Hugur 2015-5.indd 31 5/10/2016 6:45:02 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.