Hugur - 01.01.2015, Page 46

Hugur - 01.01.2015, Page 46
46 Maurice Merleau-Ponty um mismunandi stöðu stafsins, er gæfi merki um ytri hlut, þar sem hún leysir okkur undan því að gera það. Þrýstingurinn á höndina og stafurinn eru ekki lengur gefnir; stafurinn er ekki lengur hlutur sem blindi maðurinn gæti skynjað, heldur tæki sem hann skynjar með. Hann er líkamleg viðbót, framlenging á hinni líkam- legu samsetningu. Í samræmi við það er hinn ytri hlutur ekki rúmfræðileg vörpun [le géométral] eða fasti sem ólík sjónarhorn eiga sameiginlegan, heldur efnishlutur sem stafurinn leiðir okkur að; sjónarhornin á hann eru, í ljósi þeirra upplýsinga sem skynjunin veitir, ekki vísbendingar um hann, heldur ólíkar hliðar hans. Frá sjónarmiði vitsmunahyggjunnar er aðeins hægt að hugsa sér hreyfinguna frá sjón- arhorninu til hlutarins sjálfs, eða frá tákni til merkingar, sem túlkun, innsýn, eða sem þá ætlun að öðlast skilning. Samkvæmt þessari skoðun eru skynreyndir og sjónarhorn á hverju sviði mismunandi innihald sem við meðtökum sem (auf- gefasst als) birtingarmyndir eins og sama skiljanlega kjarnans.10 En þessi greining afskræmir bæði táknið og merkinguna: Hún aðskilur þau með því að hlutgera bæði skynrænt innihaldið, sem er þegar „þrungið“ af merkingu, og óbreytanlegan kjarnann, sem er ekki lögmál heldur hlutur; hún dylur hið lífræna samband á milli sjálfsverunnar og heimsins, hinn virka yfirskilvitleika vitundarinnar, hreyfinguna sem ber hana, með líkama sínum og tækjum, inn í hlut og inn í heim. Grein- ingin á hreyfivenjum sem framlengingu á tilvistinni leiðir þar með til greiningar á skynvenjum sem leið til þess að ná tökum á heiminum. Að sama skapi er sérhver skynvenja einungis hreyfivenja. Því er það sem fyrr fyrir tilverknað líkamans sem við höndlum einhverja merkingu. Þegar barn lærir að greina blátt frá rauðu má sjá að venjan sem varð til í sambandi við þessa tvo liti hjálpar til við að aðgreina aðra liti.11 Er það þá svo að barnið hafi skynjað merkinguna „litur“ í gegnum parið blár-rauður? Verður venja þá fyrst til við þessa vitundarvakningu, í þessu upphafi „litarsjónarhornsins“ eða í þessari vitsmunalegu greiningu sem raðar upp- lýsingunum í einn flokk? En til þess að barnið geti greint bláan og rauðan sem liti, verður flokkunarhugtakið að vera rótgróið í upplýsingunum, annars væri ekki hægt að koma auga á litarhugtakið í þeim. Fyrst þyrftu „bláu“ og „rauðu“ spjöldin, sem barninu eru sýnd, að „víbra“ og ná til augans sem blátt og rautt. Augnlitið er okkur sem handbært náttúrulegt tæki hliðstætt við staf blinda mannsins. Það fær meira eða minna út úr hlutunum eftir því hvernig það athugar þá eða skimar um þá og beinir athygli sinni að þeim. Að læra að sjá liti felst í því að ávinna sér ákveðinn sjónhátt, í því að beita eigin líkama á nýjan hátt og í því að auðga og endurmóta líkamsímyndina. Hvort sem um er að ræða hreyfigetu eða skynhæfni, er líkami okkar ekki viðfang einhvers sem segir: „Ég hugsa“. Hann er heild lif- aðra merkinga sem miðar að jafnvægi. Stundum myndast nýr klasi tilvísana; eldri 10 Sem dæmi skilgreindi Husserl vitundina eða merkingargjöfina lengi vel út frá hugtakatvenndinni skilningur-innihald (Auffassung-Inhalt), og sem lífsgefandi skilning (beseelende Auffassung). Hann stígur ótvírætt skref í aðra átt, frá og með Fyrirlestrum um fyrirbærafræði innri tímavitundar, þegar hann viðurkennir að þessi framkvæmd geri ráð fyrir annarri og dýpri aðgerð fyrir tilverkn- að hverrar innihaldið sjálft er undirbúið fyrir þennan skilning. „Sérhver stofnsetning fylgir ekki hugtakatvenndinni skilningsinnihald-skilningur (Auffassungsinhalt-Auffassung).“ Vorlesungen zur Phänomenologie des inneren Zeitbewusstseins, [Halle, 1928] bls. 5, neðanmálsgrein 1. 11 Koffka, Growth of the Mind, sjá bls. 174 og áfram. Hugur 2015-5.indd 46 5/10/2016 6:45:06 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.