Hugur - 01.01.2015, Síða 51

Hugur - 01.01.2015, Síða 51
 Líkamlegar hugverur 51 Fyrirbærafræði og efnishyggja Fyrirbærafræði Husserls er að miklu leyti skrifuð til höfuðs natúralisma og efnis- hyggju (e. physicalism) samtíma síns. Husserl fullyrðir að með Galíleó Galíleí hafi orðið til ný heimsmynd, heimsmyndin um hinn mælanlega heim og að um leið hafi stærðfræðilegar eða eðlisfræðilegar nálganir á sannleikann orðið að hinu eina sanna viðmiði. Heimspekin stendur skrifuð í hina stórkostlegu bók sem stendur æv- inlega opin fyrir sjónum okkar (ég á við alheiminn). En bókin verður ekki skilin nema við lærum fyrst að skilja tungumálið og þekkja stafina sem þar standa. Hún er samin á máli stærðfræðinnar og bókstafirnir eru þríhyrningar, hringir og aðrar myndir rúmfræðinnar. Án þeirra er ekki á mannlegu valdi að skilja eitt einasta orð í bókinni – án þeirra ráfa menn um í myrku völundarhúsi.10 Husserl er þeirrar skoðunar að með þessari heimsmynd sem verður til með skiln- ingi Galíleós á heiminum hafi hafist stærðfræðivæðing heimsins sem ekki sér fyrir endann á. Með þessari stærðfræðivæðingu hafi menn hafist handa við að klæða heiminn í hugmyndaklæði hinna stærðfræðilegu eða eðlisfræðilegu hugmynda. Í Krisis fullyrðir Husserl að „fyrir vísindamanninn og menntafólk almennt“ þá standi þessi hugmyndaklæði „fyrir lífheiminn, þau klæða hann upp sem „hlutlægt séð raunverulega og sanna“ náttúru“.11 Í stað þess að líta á þessi klæði sem aðferð sem gagnleg sé til þess að fræða okkur um ákveðin svið heimsins og til rannsóknar á honum þá höfum við tekið þessum aðferðum sem heimin- um sjálfum. „Það er í gegnum hugmyndaklæðin sem við höfum fallist á að sjá sem raunverulega veru heimsins, það sem er í raun aðeins aðferð.“12 Tvíhyggju Descartesar sér Husserl sem beina afleiðingu af þessari heimsmynd, þar sem and- anum hafði verið úthýst úr veruleikanum.13 Innan þessarar heimsmyndar er hið sálræna fyrst og fremst skilið í ljósi lík- amsgervingar hins sálræna – hins sállíkamlega. Hið sálræna er þá staðsett í hlut, líkamanum, sem er hlutur meðal annarra hluta, sem bregst við áreiti á flókinn hátt, en er fyrst og fremst hluti af hinum mælanlega heimi. Meðvitundinni – fyrstu persónu sjónarhorninu – er þannig fundinn staður sem einhvers konar viðbót, yfirlagi, sem er ekki nauðsynlegt fyrir skilning okkar á heiminum eins og hann er í raun og veru. Husserl er það hins vegar mikið hjart- ans mál að draga fram mikilvægi fyrstu persónu sjónarhornsins. 10 Galíleó Galíleí í Þorsteinn Vilhjálmsson, 1987: 163. 11 Husserl, 1970: 51. 12 Sama. 13 Husserl beinir spjótum sínum oft að Descartes, en það skal tekið fram að hann fer heldur ekki leynt með skuld sína gagnvart honum, sem sést ekki síst á titli bókar hans: Kartesískar hug- leiðingar. Hugur 2015-5.indd 51 5/10/2016 6:45:07 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.