Hugur - 01.01.2015, Side 52

Hugur - 01.01.2015, Side 52
52 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Fyrirbærafræðileg frestun og afturfærsla Hér á eftir mun ég nálgast umfjöllunina um líkamleika út frá tveimur þekkt- ustu aðferðum fyrirbærafræðinnar, aðgerðatvenndinni epochē og reduktion, hugtök sem á íslensku hafa verið lögð út sem fyrirbærafræðileg frestun og afturfærsla. Þegar hinn viðtekni skilningur á þessum lykilhugtökum er skoðaður, getum við séð í hverju sá algengi misskilningur að líkamleikann sé ekki að finna í heimspeki Husserls er falinn. Með því að kynna þessa aðgerðatvennd get ég því dregið fram hversu mikið grundvallarhlutverk líkamleikinn leikur í fyrirbærafræði Husserls og hversu mikilvægur hann er fyrir skilning okkar á meðvitundinni, en ég geri það áður en ég fjalla frekar um eðli líkamleikans.14 Í upphafi rannsókna sinna biður Husserl okkur oft að veita því athygli sem ávallt er til staðar, þ.e. heiminum. Við erum gjörn á að líta á heiminn sem einhvers konar hlut. Það sem einkennir vist okkar í heiminum er vissan um raunveruleika hans, hann er það sem er til staðar. Hin „náttúrulega afstaða“ er hugtak sem Husserl notar til þess að tjá þessa hversdaglegu afstöðu okkar til heimsins. Hún er einfaldlega sú að sjá heiminn sem raunverulegan, sem einhvers konar hlut eða eitthvað sem við erum í sam- bandi við sem sjálfsverur. Þannig hugsum við að öllu jöfnu um heiminn sem eitthvað sem nái handan okkar, að hann sé eitthvað sem hafi verið til á undan mannlegri meðvitund og muni vera til að henni horfinni. Þannig er heimurinn umhverfi okkar og allir þeir hlutir sem það fylla. Hann er fullur af fólki, bílum, borðum og stólum, dýrum, fjöllum og trjám. Í honum er að finna þjóðir og lönd, tungumál og stofnanir o.s.frv. Og náttúruleg afstaða okkar er sú að þetta sé allt saman til, þetta sé raunveruleikinn. Það sem Husserl biður okkur um að gera í hinni fyrirbærafræðilegu aðgerð er að fresta dómi og reyna eftir bestu getu að líta framhjá þeim verufræðilegu skuld- bindingum sem við lifum eftir frá degi til dags. Þessi aðgerð ber heitið epochē, en eins og áður sagði hefur hún verið þýdd sem frestun á íslensku. Tilgangur frestunarinnar er að gera tilraun til þess að meta hvernig heimurinn birtist okkur. Það er í þessari aðgerð sem hið fræga boðorð fyrirbærafræðinnar um að snúa aftur til hlutanna sjálfra á rætur sínar. Frestuninni er lýst sem svo að með henni setjum við innan sviga ákveðna dóma sem við fellum um upplifun okkar á heiminum. Hér er rætt um hina náttúrulegu afstöðu. Hin náttúrulega afstaða felst fyrst og fremst í þeim allt að því óhjákvæmi- lega dómi að heimurinn sem birtist okkur hafi hlutveruleika sem sé óháður okkur. Það er að segja, þeirri algjöru vissu að heimurinn sem umlykur okkur sé ekki bara einhver sýnd. Vissu sem er undirliggjandi í tengslum okkar við umheiminn. 14 Í núverandi rannsókn þá erum við að fást við það sem við myndum kalla statíska fyrirbærafræði en þá fáumst við við reynslu okkar eins og hún birtist okkur hér og nú og reynum að grafa í formgerðir hennar, en leiðum hjá okkur þætti sem hafa t.d. að gera með persónulegan þroska eða hvernig við höfum sankað að okkur þekkingu. Slíkt myndi Husserl kalla genetíska fyrir- bærafræði, en þar myndi maður t.a.m. gefa þroska barnsins og uppsöfnun þekkingar gaum. Í lok ferilsins fékkst Husserl einnig við það sem hefur verið kallað generatív fyrirbærafræði þar sem hann reyndi að draga saman áhrif hefðar, samfélagslegra og pólitískra þátta á fyrirbærafræðilega reynslu. Sjá Steinbock, 1995, sem gerir frekari grein fyrir muninum á þessu þrennu. Hugur 2015-5.indd 52 5/10/2016 6:45:08 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.