Hugur - 01.01.2015, Side 57

Hugur - 01.01.2015, Side 57
 Líkamlegar hugverur 57 og getu. Hann er upphafspunktur hreyfanleika. Leib er það sem hreyfir umhverfi sitt og það eina sem við getum hreyft án þess að hreyfa eitthvað annað fyrst. Það er í þessum grundvallarhreyfanleika sem umheimurinn birtist okkur á einn sinn frumstæðasta hátt, ekki aðeins út frá „ég veit“ eða „ég hugsa“ líkt og hjá Descartes, heldur sem „ég get“. Í öðru lagi er Leib vettvangur skynjunar. Leib er það sem finnur og skynjar. Lík- ami minn myndar heildrænt svið skynjunar þar sem ég upplifi stöðugt umhverfi mitt. Ég sé ekki bara umhverfi mitt, heldur umlykur það mig algörlega. Þegar ég sit á stól finn ég hvernig líkami minn þrýstir sér á sætið, hvernig lærin og rassinn bera megnið af þunganum á meðan fæturnir bera minna. Í þriðja lagi er Leib upphafspunktur allra upplifana af heiminum og grundvöll- ur allra áttaskynjana, það sem Husserl kallar Nullpunkt. Það sem Husserl á við hér er hin viðvarandi staða hér-sins. „Allir hlutir birtast mér gegnt mér; þeir eru allir „þarna“ – ein og aðeins ein undantekning er á þessu, en það er líkaminn [Leib], sem er alltaf „hér“.24 Ég hef alltaf eitthvert ákveðið „hér“ sem stendur gegnt öllu sem er „þarna“, í burtu frá mér. „Hér-ið“ á sér engan annan samastað, það getur ómögulega verið „þarna“. Þetta „hér“ er miðpunktur afstöðu minnar til heimsins og verður, og út frá því skil ég t.d. vinstri og hægri og upp og niður.25 Leib er því þessi grundvallarafstöðupunktur gagnvart heiminum og þannig bendir Behnke á að þegar við framkvæmum hina fyrirbærafræðilegu frestun og nálgumst hina hreinu meðvitund, eins og Husserl leggur til í Hugmyndum I, að þá erum við ekki að nálgast ólíkamnaða sál, heldur reynum við að fresta líkamanum sem Körper, hinum hlutgerða líkama, en stöndum eftir með líkamann sem Leib, hinn lifða líkama.26 Því eins og Husserl heldur fram í Hugmyndum II þá stendur „allt sem hefur hlutveruleika í umheimi sjálfsins [...] í sambandi við líkamann [Leib].“27 Þannig er hin hreina meðvitund alltaf líkömnuð. Meira að segja þegar við hugsum okkur eitthvað – ef við ætlum eitthvað án beinnar skynjunar – þá staðsetjum við það gagnvart okkur í ljósi líkamleika okkar. Husserl bendir okkur á að þó við ímyndum okkur eitthvað sem er augsýnilega ekki raunverulegt, eins og t.d. kentár, þá komumst við ekki hjá því að gera það út frá hinum lifða líkama. Kentárinn er nálægt okkur eða langt frá, hann er beint fyrir framan okkur eða fyrir ofan okkur, við sjáum bakið á honum eða framan á hann. Eða með öðrum orðum, þegar við ætlum hlut í ímyndun, þar sem maður gæti hugsað sér að hluturinn sé manni gefinn á einhvern hátt í heild sinni, þá „sjáum“ við hann samt sem áður út frá margbreytilegum sjónarhornum og stað- setningu út frá „hér-i“ líkamans.28 24 Husserl, 1989: 166. 25 Sama. Hér er vert að gera eilítinn samanburð við Heidegger sem staðsetur vitundina sem stöðugt „þar“, því vitundin vísar alltaf út fyrir sjálfa sig. Þess vegna ber viðfang rannsóknar Heideggers heitið Dasein, þarvera. En eins og Zahavi bendir á þá má velta fyrir sér hvernig við getum verið „þar“ ef við höfum ekki eitthvert „hér“ til þess að miða við. Sjá Heidegger, 1962 og Zahavi, 2008: 68. 26 Behnke, (án ártals). 27 Husserl, 1989: 61. 28 Sama: 61–62. Hugur 2015-5.indd 57 5/10/2016 6:45:09 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.