Hugur - 01.01.2015, Side 74

Hugur - 01.01.2015, Side 74
74 Sigríður Þorgeirsdóttir hórur eða mæður. Viðhorf til þeirra hafa litast af því. Jafnframt er Irigaray þeirrar skoðunar að þessi viðhorf sem vísi konum til sætis með þessum hætti séu byggð á höfnun á móður-kvenlegum uppruna okkar allra sem karlmenningin hefur í heimspekinni ekki getað gengist við, sbr. allar karlleggs-upptalningar í trúarritum og kanónum heimspeki, vísinda og lista.25 Mörg átakamál samtímans hverfast um hið kynferðislega. Hið svokallaða stríð menningarheima snýst að einhverju leyti um kvenlegt kynferði og um kynhneigð þeirra sem eru ekki gagnkynhneigðir. Hér á sér stað valdabarátta milli bókstafs- trúarmanna og frjálslyndra um mál er lúta að hinu kynferðislega. Svo nauðsynleg sem slík mannréttindabarátta er þá er þetta samt oft fyrirsláttarpólitík sem dreifir athyglinni frá hinum stóru vandamálum sem ættu að leggja undir sig vettvang pólitískrar umræðu. Það er mun auðveldara að egna til átaka um fóstureyðingar eða lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra, sem ættu að vera sjálfsögð mann- réttindi, heldur en að ræða hlýnun loftslags, stríð, hergagnaiðnaðinn eða hvernig fjármálaöflin hafa smám saman náð tökum á stjórnmálunum og samfélaginu. Það hentar valdhöfum að almenningur snýst í hringi í umræðu um málefni er varða hið kynferðislega. Makró-vandamálin eru nefnilega flest á stigi hins kynlega. Hið karlæga gildismat, eins og það hefur þróast, snýst um stjórn og arðrán náttúru og hið kvenlæga gildismat, sem byggir á að gefa líf, snýst um varfærnari umgang við náttúrulegt umhverfi.26 Þess vegna leggur Irigaray til að femínísk barátta einblíni ekki á mál sem snúast um hið kynferðislega og beini sjónum að kynjunum. Þær spurningar sem snerta kynin snúast um allt frá persónulegum ástarsamböndum til stjórnmála. Á sviði persónulegra samskipta kemur Irigaray auga á möguleika nýs upphafs, upphafs sem er ferskt vegna þess að gamlar klisjur og staðalmyndir um kynin eru settar til hliðar. Þannig öðlast kynin nýja möguleika til þess að njóta sín og þroskast. Það að kynin mætist skiptir sköpum vegna þess að mismunur er drifafl breytinga. Mismunur kynjanna getur opnað ný rými og þar með nýja möguleika. Þegar kynin mætast á nýjum forsendum eiga bæði kost á að umbreyt- ast. Til þess þurfa karlar líka að gera hreint fyrir sínum dyrum.27 Karlar eru undir miklum þrýstingi frá karlveldinu. Karlveldið er ekki veldi sem nýtist öllum körl- um heldur er það yfirráðaskipan sem ríkir í krafti gildismats sem er karllegt. Karl- ar sem andmæla slíku gildismati eru iðulega stimplaðir sem „ókarlmannlegir“. Fyrir Irigaray snýst málið um kærleika milli kynjanna, að þau læri að meta hvort annað og unna hvort öðru í breytileika sínum. Það á ekki bara við um gagnkynhneigða karla og konur vegna þess að kyn er stig sem kemur á undan hinu kynferðislega eins og kynhneigð. Hugmyndafræði kynjamismunar í heim- speki og trúararfinum hefur ekki verið nærandi fyrir kærleika kynjanna heldur skapað togstreitu og átök. En fyrir Irigaray skiptir ekki einungis máli að skapa betra samband kynjanna. Stórvandamál samtímans hafa kynlega vídd eins og áður sagði. Á hversdagslegu máli er hér um kynjaöfl að ræða sem eru andstæð eða ólík og þurfa á mótvægi að halda. Irigaray vill ekki nota orðið „átök“ um 25 Irigaray, 1993. 26 Irigaray, 1993: 97–115. 27 Irigaray, 1991: 16. Hugur 2015-5.indd 74 5/10/2016 6:45:13 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.